Hryðjuverk?
Arion Banki ber fyrir sig hryðjuverkum. Að fái hann ekki að njósna um landsmenn, geti þeir stutt við bakið á hryðjuverkastarfsemi.
Mér hefur sýnst á undanförnum árum að bankarnir, ekki síst þessi, séu að fremja stærsta hryðjuverk sem íslendingar hafa orðið fyrir. Bankarnir tóku stöðu gegn krónunni. Þeir spiluðu fjárhættuspil með fé landsmanna. Þeir settu þjóðina á hausinn og græða nú á tá og fingri.
Maður þarf ekki að sprengja eitthvað í loft upp til að eyðileggja samfélag.
Hafi ég rangt fyrir mér, vil ég endilega heyra það.
Athugasemdir af Moggablogginu
Villi Asgeirsson 9.2.2012 kl. 21:08
Hún var ekki þannig, Snorri. En þú hefur svo sem sýnt að dómgreindin er ekki alltaf að flækjast fyrir þér.
Snorri Óskarsson 9.2.2012 kl. 18:39
Ég hendi órökstuddum og ómálefnalegum athugasemdum. Þín var þannig.
k.k.
Snorri
Kolbrún Hilmars 9.2.2012 kl. 17:35
Ég hef grun um að Arion banki fari bókstaflega eftir lögum Alþingis um peningaþvætti. Ekki endilega vegna þess að bankinn sá hafi meiri áhuga á persónunjósnum en hinir bankarnir, heldur að okkar alvitru þingmenn hafa trúlega samþykkt peningaþvættislögin án þess að ráðgast fyrst við persónuvernd.
Bíð spennt eftir að einhver kveiki á perunni hvað varðar samhengið. 🙂