5%
Ekkert nema gott um það að segja að fólk stofni stjórmnálaflokka. Ekki eru þeir gömlu að virka. En það er hængur á. Því fleiri smáframboð sem koma fram, því tvístraðri verða atkvæðin. Allt sem nær ekki fimm prósentum er dæmt úr leik og það er gott fyrir fjórflokkinn.
Ég óska aðstandendum Öldu til hamingju og vona að þau nái allavega fimm prósenta fylgi.
Athugasemdir af Moggablogginu:
Guðni Karl Harðarson 21.1.2012 kl. 11:41
Ert þú ekki eitthvað að misskilja?
Lýðræðisfélagið Alda er ekki að fara að stjórna flokk til framboðs. Heldur aðeins að koma með vandlega unnar tillögur um hvernig lýðræðisflokkar geti starfað. Síðan er öllum nýjum stjórnmálaöflum frjálst að nota tillögur Öldu.
Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 11:42
Jú, misskildi það all hrapalega. Takk fyrir ábendinguna.
Rakel Sigurgeirsdóttir 22.1.2012 kl. 05:51
Vonin var sú að allir sem hygðu á framboð kæmu á þennan fund. Það virkaði e.t.v. að einhverju leyti en þingmennirnir sem eru byrjaðir að undirbúa minni framboð bæði ljóst og leynt létu ekki sjá sig. Það voru vonbrigði en hins vegar eru tillögur Öldu: Félags um sjálfbærni og lýðræði mjög góðar.
Þú getur lesið tillögur Öldu hér. Svo langar mig til að benda þér á það sem er að gerast í grasrótinni heima á Íslandi hér. Það er rétt að taka það fram að heimasíða Grasrótarmiðstöðvarinnar er í smíðum.
Villi Asgeirsson 22.1.2012 kl. 07:57
Takk fyrir linkana, Rakel. Les þá í kvöld þegar hægist um.
Guðni Karl Harðarson 23.1.2012 kl. 09:18
Já flott að fá linkana! Ég hefði átt að láta þá fylgja með en satt best að segja gleymdi því.
Villi Asgeirsson 23.1.2012 kl. 09:36
Mér synist allt stefna í að sjálfstæðismenn muni reyna að knýja fram kosningar sem fyrst. Þeir þola ekki að vera í stjórnarandstöðu og vita að þeir einir eru tilbúnir með skotgrafirnar. Ef litlu framboðin ná að búa til sterkt mótvægi, getum við átt möguleika á að fá heiðarlegt fólk inn á þing.