Froða.
Önnur þingkonan skilur hvað er að gerast. Hún veit að þjóðin fylgdist með og var ekki skemmt. Hún skilur að traustið á Alþingi er næstum ekkert.
Ragnheiður talar froðu og hefur ekkert til málanna að leggja. Nema að hún nefndi eina flokkinn sem hélt trúverðugleika sínum. Hreyfinguna.
Froða flýtur yfirleitt á yfirborðinu, er það sem fyrst sést, en ristir sjaldan djúpt og er yfirleitt ekki aðalatriðið. Þingmenn sem tala froðu virka yfirleitt yfirborðskenndir.
Ég samgleðst Ragnheiði því það er alltaf gott að vera stoltur af eigin gjörðum. Ég vona að hún trúi virkilega því sem hún segir, því fátt er verra en pólitíkus sem ekki fylgir samfæringunni.
Ég er þó hrifnari af þingmönnum sem tala af viti, skilja hvað þeir eru að segja og bera hag almennings fyrir brjósti. Birgitta er mín. Eða ég hennar. Skiptir ekki öllu.
Skrifað vegna þessarar fréttar.
Greinilegt er hvert Birgir hefur stungið hausnum
Athugasemdir af Moggablogginu: