Heiður…
…fyrir Michael Moore að vera í sama þætti og Birgitta. Þau eiga það sameiginlegt að ná eyrum fólks um allan heim og eru nógu skynsöm til að láta spillingaröflin ekki þagga niður í sér eða snúa.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að skipta um skoðanir, persónu jafnvel, þegar komið er inn á þing. Eru nýjir þingmenn færðir inn í bakherbergi og þeim lagðar reglurnar eða er þerra hræðsla við að missa vinnuna og þá bitlinga sem hún hugsanlega mun gefa? Eru það kannski vissir karakterar sem sækjast í þingmennsku? Fólk sem þráir völd, hvað sem það kostar?
Komist fólk í ríkisstjórn, svo ekki sé minnst á ráðherrastól, ígerist þessi persónuleikabreyting. Það er eins og slökkt sé á persónuleika viðkomandi og nýtt forrit sett inn.
Það verður fróðlegt að sjá hvað þeim Birghittu og Michael fer á milli. Chris Hedges er líka merkilegur maður. Hefur starfað sem blaðamaður í áraraðir og skrifað margar bækur. Hann er duglegur við að standa upp í hárinu á yfirvöldum vestanhafs. Hér fyrir neðan má sjá ýtarlegt viðtal við hann.
(Upphaflega myndbandið sem ég póstaði í janúar 2012 er horfið. Mig minnir að það myndband hafi verið hluti þáttarins. Þetta er allur þátturinn. VGA – 11.05.16)
Athugasemdir af Moggablogginu.
Gunnar Th. Gunnarsson 18.1.2012 kl. 14:41
Michel Morre er ómerkilegur pappír… og hreint hlægilegt að hann skuli vera viðurkenndur sem heimildamyndagerðarmaður. Allar hans myndir eru meira og minna falsaðar.
En þessi vinstrimaður græðir á tá og fingri fyrir verk sín, sem er ömurlegt, vegna þess að hann siglir undir fölsku flaggi. Hann er draumóramaður af svipuðum toga og rithöfundarbjálfinn, Andri Snær Magnason.
Villi Asgeirsson 18.1.2012 kl. 15:43
Myndirnar hans vekja fólk til umhugsunar. Flest sem hann segir er rökstutt.
Ég veit ekki betur en að draumórar rithöfundarbjálfians, hafi breyst í alvöru martraðir. Ekki komu Kárhnjúkar í veg fyri kreppu. Held að flest það sem hann hélt fram hafi komið fram.
Ef ég er að bulla, komdu þá endilega með dæmi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir 18.1.2012 kl. 16:12
Sammála þér með Moore og Birgittu, og ég hef verið að hlusta á viðtalið sem þú linkar á á Hedges, er ánægð með hans sýn á hlutina. Takk fyrir að setja það hér inn.
Arngrímur Stefánsson 18.1.2012 kl. 16:43
það eitt að vekja fólk til umhugsunar getur verið slæmt ef fólkið fær vitlausar staðreyndir til að melta. Áróður vekur fólk oft til umhugsunar og sé fólk með rangar upplýsingar getur það komist að rangri niðurstöðu.
Villi Asgeirsson 18.1.2012 kl. 18:27
Ekkert að þakka, Ásthildur. Mín er ánægjan. Hin tvö eru vel þekkt á Íslandi en ég efast um að margir þekki Hedges.
Arngrímur. Michael Moore myndirnar eru skemmtilegar og hárbeitt ádeila á bandarískt samfélag. Ég get au’vita’ ekki vottað fyrir það að allt í öllum myndunum sé hreinn sannleikur, en myndirnar og athafnir hans ýfa fjaðrir þeirra sem hefta vilja frelsi einstaklingsing og gera heilsu fólks að söluvöru. Ekkert nema gott um það að segja.