Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200

Deprecated: Methods with the same name as their class will not be constructors in a future version of PHP; RSS_Import has a deprecated constructor in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/rss-importer/rss-importer.php on line 42
Einokunarverslunin og bændamarkaðurinn – Villi Asgeirsson
Einokunarverslunin og bændamarkaðurinn

Einokunarverslunin og bændamarkaðurinn

Þessi pistill birtist upphaflega í Kvennablaðinu.

Verksmiðjan eða vöruskemman – ég er ekki viss hvað þessi bygging hafði verið í fyrra lífi – var björt og iðandi af fólki. Við gengum milli söluborða, smökkuðum heimagerða osta og smjör. Konan smakkaði kryddpylsu og var svo hrifin að hún keypti tvær. Ég er hrifnari af ostunum og smakkaði því allt of mikið. Bita hér og bita þar. Ótrúlega skemmilegt hvað úrvalið var mikið og framleiðsla bændanna ólík. Þurfti engan kvöldmat þennan daginn. Bóndinn sem ég ræddi hvað mest við sagði mér að hann hefði sjálfur mjólkað kýrnar og unnið ostinn. Hann hafði byggð skemmu bak við fjósið og þar fullynni hann mjólkina. Mjólkurbíllinn var löngu hættur að koma. En hvernig ferðu af því að lifa á þessu? Bændamarkaðurinn er skemmtilegur og allt það, en varla lifirðu á þessu oststykki sem ég var að kaupa? Nei, sagði bóndi, það er rétt. Ég sel líka í verslanir. Og það er rétt sem hann segir. Stórmarkaðir eru farnir að selja meira af lífrænum og hreinum íslenskum vörum. Þær eru eitthvað dýrari en verksmiðjuframleiðslan, en snýst lífið ekki um val? Að geta keypt bragðgóðan ost sem framleiddur var á búinu þaðan sem mjólkin kemur?

Þessir “beint frá búi” markaðir hafa verið að spretta upp um allt land. Íslendingar eru yfir sig hrifnir, ferðamenn sækjast í þetta og bændur brosa mest allra. Talandi um ferðamenn. Sveitavinnutúrisminn er farinn að blómstra, og sumir sem koma hingað til að njóta sveitasælunnar koma með hugmyndir og vinnsluaðferðir sem við höfum ekki þekkt.

Eða hvað? Sagan sem þú varst að lesa er uppspuni, skálduð hugarsmíð, því þetta má ekki. Það eru engir bændamarkaðir. Beint frá búi er hugtak sem hefur verið fleygt fram, en það einhverskonar þversögn. Bóndi má víst búa til ost, en aðeins með mjólk sem hann kaupir af MS. Þótt hann sé kúabóndi og framleiði eigin mjólk, þarf hann að selja hana og kaupa aftur á hærra verði.

Dýrin í sveitinni
Dýrin í sveitinni

Bændamarkaðir eru skemmtileg hugmynd. Þeir finnast víða í Evrópu og þar standa bændur með sínar vörur. Stundum sameinast nokkrir bændur um framleiðsluna, en þeir standa í þessu sjálfir. En þetta má ekki á Íslandi. Þar eru reglur sem sjá til þess að einhver smá hópur geti ráðið hver má kaupa mjólk, á hvaða verði. Það er frægt að Kjörís fór að framleiða jurtaís til að losna undan oki MS. Mjólka fékk mjólkina á hærra verði en KS, sem setti Mjólku næstum í þrot, KS keypti Mjólku, MS fór svo í tölfræðileik og útkoman var að Mjólka borgaði sjálfa sig og KS stóð eftir með fyrirtæki sem það borgaði ekkert fyrir. Fyrir einhverjum mánuðum fór heill Kastljósþáttur í að fletta ofan af mjólkurspillingunni. Og hvað gera stjórnvöld? Þau skella 10 ára búvörusamning á borðið sem styrkir hálstakið sem MS og KS hafa á markaðnum.

Ég skil að ríkið vilji halda utan um tóbaks- og áfengissölu. Annað efnið er krabbameinsvaldandi, bæði eru ávanabindandi og áfengi getur tvístrað fjölskyldum ef fólk ánetjast. En mjólk? Af hverju erum við með einokun á mjólk? Mjólkursala á að vera frjáls. Það eru engin rök sem ég get séð fyrir einokun á mjólkurmarkaðnum. Bændur eiga að geta selt afurðirnar hverjum sem er, hvort sem þær eru fullunnar eða ekki. Á meðan eftirlit er í lagi – þetta er jú matvælaframleiðsla – á það ekki að skipta máli hver framleiðir og selur landbúnaðarafurðir.

MS þarf ekkert að hverfa. Bændum er velkomið að selja mjólkina á sama hátt og verið hefur, enda eru heimaunnar og lífrænar vörur dýrari og ekki fyrir alla, en bændur verða að hafa val. Annað er einokun og einokun er eitthvað sem við áttum að vera löngu búin að losa okkur við.
Höfundur er í framboði í prófkjöri Pírata í suður-kjördæmi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube