Íbúðalánasjóður og Þrælanýlendan Ísland
Þessi grein birtist upphaflega í Kvennablaðinu.
Fyrir ári síðan skrifaði ég færsluna Þrælanýlendan Ísland, þar sem ég bar saman vexti af húsnæðislánum í Hollandi og á Íslandi. Það þarf sennilega ekki að taka fram að ekkert hefur breyst, þrátt fyrir loforð yfivalda um allskonar fyrir alla. Undanförnu ári hefur verið sóað í einkavinavæðingar, rifrildi um hitt og þetta, skandala og yfirklór.
Fluff.
Nú eru kosningar á næsta leyti. Fer eftir því hvenær núverandi stjórn ákveður að tíminn sé kominn, en það er kominn kosningaskjálfti í fólk. Það er kannski þess vegna sem Bjarni Ben hefur lofað að laga húsnæðisvandann með þessum orðum:
Húsnæðismál. Áfram verður gert ráð fyrir 1,5 milljörðum króna í áætluninni vegna stofnframlaga til uppbyggingar á félagslegum leiguíbúðum.
Á sama tíma selur Íbuðalánasjóður 153 íbúðir. Ekki á frjálsum markaði. Einstaklinum er ekki boðið að kaupa þessar íbúðir sem gerðar voru upptækar eftir að allt hrundi og fólk fór á hausinn í hrönnum vegna forsendubrests. Á meðan húsnæðisskortur er alvöru vandamál, eru hundruð íbúða seldar í lokuðu ferli. Hvað verður um þær veit ég ekki, en við getum öll ímyndað okkur að nú græði einhver vel á óförum fyrrverandi íbúðaeigenda. Eignafærslan frá almenningi er í fullum gangi.
Ríkisstjórnin ætlar því að setja milljarða að sameiginlegum sjóðum okkar, skattfénu okkar, í að lappa upp á kerfi sem virkar ekki. Í stað þess að selja þessar 153 íbúðir á almennum markaði, er þeim komið í hendur fjársterkra aðila og svo megum við, skattgreiðendur, borga enn meira en komið er í einhverja plástra sem ekki eru að virka.
Ég minntist á vaxtamun á Íslandi og í Hollandi hér að ofan. Ég fletti þessu upp aftur og hér eru niðurstöðurnar. Vextir hafa hækkað á Íslandi, en lækkað í Hollandi.
Ísland:
Óverðtryggt með 7,45% föstum vöxtum í 60 mánuði
Óverðtryggt með 7,30% föstum vöxtum í 36 mánuði
Óverðtryggt með 7,25% breytilegum vöxtum
Verðtryggt með 3,85% föstum vöxtum í 60 mánuði
Verðtryggt með 3,65% breytilegum vöxtum
Holland:
Breytilegir vextir: 1,59%
Fastir vextir í 1 ár: 1,25%
Fastir vextir í 5 ár: 1,25%
Fastir vextir í 10 ár: 1,78%
Fastir vextir í 20 ár: 2,40%
Fastir vextir í 30 ár: 2,84%
Í staðinn fyrir að setja milljarða af skattfé okkar í plástra á handónýtt kerfi, gæti fjármálaráðherra hugsað dæmið upp á nýtt. Leyft okkur að kaupa íbúðirnar okkar aftur á frjálsum markaði. Það kostar ríkið ekkert. Og komið vaxtastiginu niður í eitthvað sem gæti talist eðlilegt.
Það er eins og yfirvöld hafi engan áhuga á að bæta samfélagið og gera það lífvænlegt.
One thought on “Íbúðalánasjóður og Þrælanýlendan Ísland”