Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200

Deprecated: Methods with the same name as their class will not be constructors in a future version of PHP; RSS_Import has a deprecated constructor in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/rss-importer/rss-importer.php on line 42
Þrælanýlendan Ísland – Villi Asgeirsson
Þrælanýlendan Ísland

Þrælanýlendan Ísland

Á meðan Vigdís Hauksdóttir gerir sig enn og aftur að fífli á þinginu, blæðir þjóðinni út. Háttvirtur þingmaðurinn er með skæting, tuðar og ælan vellur út úr henni eins og… nenni ekki að finna myndlíkingu. Konan er svo rugluð að hún sóar tíma þingsins í að saka stjórnarandstöðuna um að vera svekkt yfir að hafa tapað kosningunum.

Ein fjölmargra mynda eftir Gunnar Karlsson.
Ein fjölmargra mynda eftir Gunnar Karlsson.

Hvort sem stjórnarandstaðan er svekkt eða ekki, skiptir nákvæmlega engu máli. Það kemur engu og engum við hvort fólk sé svekkt yfir að hafa tapað kosningum. Það að hún standi í pontu og hlakki yfir óförum einhverra flokka í kosningum, sýnir að hún er fullkomlega vanhæf til þingsetu.

En hvað um það. Hún vann og má hanga þarna inni þar til hún tapar.

Á meðan er þjóðin blóðmjólkuð. Húsnæðislán á Íslandi eru rán. Þetta eru okurlán. Hvergi í hinum siðmenntaða heimi þekkjast vaxtaprósentur eins og á Íslandi.

Ég kíkti á vef Landsbankans og fann þetta:
Óverðtryggt með 7,15% föstum vöxtum í 60 mánuði.
Óverðtryggt með 6,75% föstum vöxtum í 36 mánuði.
Óverðtryggt með 6% breytilegum vöxtum.
Verðtryggt með 3,85% föstum vöxtum í 60 mánuði.
Verðtryggt með 3,65% breytilegum vöxtum.

Í Hollandi eru vextirnir svona:
Breytilegir vextir: 1.84%
Fastir vextir í 1 ár: 1.80%
Fastir vextir í 5 ár: 1.89%
Fastir vextir í 10 ár: 2.15%
Fastir vextir í 15 ár: 2.40%
Fastir vextir í 20 ár: 2.60%

Það má taka fram að engin hollensku lánanna eru verðtryggð.

Óverðtryggt lán til fimm ára ber 1.89% vexti í Hollandi, 7.15% á Íslandi.

Hvað er konan að þvaðra um svekkelsi í pontu? Þjóðin þarf stjórnmálamenn sem taka til hendinni, laga ástandið, reyna að gera Ísland byggilegt. Það síðasta sem okkur vantar eru misviturt fólk í typpatogi, heimskulegar og misheppnaðar tilraunir til að flytja stofnanir, fasískt daður með bréfaskrifum, einkavinavæðingar, einkavinavirkjanarúnk og kökuát.

Þið þarna sem unnuð kosningarnar. Opnið augun og gerið eitthvað!

Andskotist til að gera gagn eða drullið ykkur út!

2 thoughts on “Þrælanýlendan Ísland

  1. Getur maður verið svo skini skroppinn, að maður uppgötvi bara alls ekki að meirihuti landsmanna telur mann fávita? Sárt að segja þetta svona hreint út, en þetta er nú bara staðreynd málsins. Finn til með viðkomandi og hennar fólki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube