Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200

Deprecated: Methods with the same name as their class will not be constructors in a future version of PHP; RSS_Import has a deprecated constructor in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/rss-importer/rss-importer.php on line 42
Frekja – Villi Asgeirsson
Frekja

Frekja

1. maí hefur lengi verið haldinn hátíðlegur sem baráttudagur verkafólks. Yfirstéttin, þingmenn og aðrir sem verma mýkri sætin í þjóðfélaginu hafa yfirleitt haft vit á að hafa hægt um sig á þessum degi, eða þykjast styðja baráttuna um bætt kjör verkafólksins.

Núverandi ríkistjórn er þó sér á báti í þessu eins og svo mörgu öðru. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra birti eftirfarandi athugasemd á Facebook síðu sinni:

Head in HandsTil hamingju allir launþegar með 1. maí. 
Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð ,,á kostnað launþega.“
En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skyldi hann verða?

Óstöðugleika verður náð á kostnað launþega, já. Það er rétt. Orsakir hans eru þó ekki þeim að kenna, heldur Bjarna sjálfum, forsætisráðherranum og öðrum fígúrum í ríkisstjórninni.

Leggja af auðlegðaskatt. Gefa ríkisfyrirtæki fjölskyldumeðlimum. Tugprósenta launahækkanir til forstjóra, og bónusa þar ofan á, á meðan verkafólk fær frostpinna. Fella niður skatt á stóriðju. Gefa kvóta til bestu vina ráðherra.

Ef Bjarni er hissa á óstöðugleika og skilur ekki orsakir hans, má hann líta sér nær.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube