Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200

Deprecated: Methods with the same name as their class will not be constructors in a future version of PHP; RSS_Import has a deprecated constructor in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/rss-importer/rss-importer.php on line 42
Sjáðu hana… – Villi Asgeirsson
Sjáðu hana…

Sjáðu hana…

Þessi texti er þýðing mín á pistli eftir hollenska blaðamanninn Chris Klomp. Hlekk á upphaflega textann má finna hér.

Þetta er hún. Ein af þessum fjársjóðsleiturum. Hún klifraði um borð í bát til að stela af okkur velferðarkerfinu. Hún myndi sjá til þess að gamla fólkið okkar yrði af hjálpinni sem það þarf á að halda. Hún myndi valda óróa í samfélaginu okkar. Því það er það sem flóttamenn gera. Endalaust leitandi af heppninni. Dragandi okkur niður í svaðið sitt.

11149361_982955581714490_4405577642739949278_nSjáðu hana. Kannski var hún að spá í að fremja hryðjuverk. Það gerir þetta fólk frá þessum löndum. Múslímar, og því hryðjuverkamenn.

Horfðu á hana, fjandinn hafi það. Reyndu að skilja að þetta snýst um fólk. Ekki tölfræði. Um drauma og ótta. Viljann um að finna hamingjuna.

Örfáum klukkutímum áður sat hún sennilega í fangi móður sinnar. Móður sem örugglega sagði henni að þetta yrði allt í lagi. Að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Að betri heimur biði hennar. Að þar væri fólk sem myndi hjálpa henni. Af því að heimurinn er ekki bara stríð og fátækt. Því það væru til lönd þar sem fólk hefði það svo gott að það gæti hjálpað þeim sem minna mega sín.

Sjáðu hana, marandi í hálfu kafi. Í bleika kjólnum sínum. Kannski er þetta uppáhaldskjóllinn hennar. Reyndu að skilja að móðir hennar hafði rangt fyrir sér. Það er erfitt að horfast í augu við það, en þannig er það samt.

Ég hef, fjandinn hafi það, aldrei skammast mín eins mikið fyrir Evrópu og nú. Fyrir Holland (og Ísland (innsk. þýðandi)). Ég skammast mín fyrir að hér sé fólk sem er svo ruglað og með svo furðulegar hugmyndir að það getur ekki sleppt fordómunum og útlendingahatrinu í smá stund. Getur ekki sýnt fólkinu sem lenti í þessum harmleik smá virðingu.

Shame on you.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube