Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200

Deprecated: Methods with the same name as their class will not be constructors in a future version of PHP; RSS_Import has a deprecated constructor in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/rss-importer/rss-importer.php on line 42
Fátækt, mannréttindi, borgaralaun og hórurnar í Amsterdam – Villi Asgeirsson
Fátækt, mannréttindi, borgaralaun og hórurnar í Amsterdam

Fátækt, mannréttindi, borgaralaun og hórurnar í Amsterdam

Í lagi sem löngu er orðið sígilt talar Jacques Brel um sjóarann og hórurnar í Amsterdam.

He’ll drink to the health
Of the whores of Amsterdam
Who’ve given their bodies
To a thousand other men
Yeah, they’ve bargained their virtue
Their goodness all gone
For a few dirty coins

Vændiskona í AmsterdamÁ meðan gamli sjóarinn skálaði fyrir hórunum, sat yfirstéttin og konungurinn í nokkur hundruð metra fjarlægð, sennilega við yfirfull matarborð og skáluðu fyrir eigin ágæti. Svona er þetta í dag og svona hefur þetta alltaf verið. Flestir strita til að eiga í sig og á, selja líkama sinn, heilsu og tíma fyrir klink. A few dirty coins.

Við virðumst taka því sem sjálfsögðum hlut að sumir hafi það betra en aðrir. Að sum dýrin séu jafnari en önnur. Að uppskera erfiðis okkar renni í fáa útvalda vasa.

Ég reiknaði út um daginn að bónusar útgerðarmannanna í HB Granda nægðu til að greiða næstum 800 manns 300.000 krónur á mánuði í heilt ár. Bara bónusarnir. Ekki launin, fyrir eða eftir 33% hækkunina, heldur bónusarnir. Fólkið sem stritar í frystihúsunum, sker sig í fingurna, kemur dauðþreytt heim, sér varla börnin sín. Þetta fólk skapar verðmæti, en sér minnst af þeim sjálft.

Ég vinn á Schiphol flugvelli í Amsterdam fyrir eitthvað sem nánast má kalla lúsarlaun. Ef ég geri vítaverð mistök, get ég átt á hættu að vera dreginn fyrir rétt og fangelsaður. Ég og flugstjórinn berum ábyrgð á að flugvélin sé rétt hlaðin og að allt sé eins og það á að vera. Við skrifum upp á að vélin sé tilbúin fyrir brottför. Í gær las ég um laun og bónus framkvæmdastjóra flugvallarins. Það eina sem ég nenni að segja um það er að það tekur mig 50 ár, hálfa öld, að vinna mér inn fyrir árslaununum hans. Ég er nokkuð viss um að hann þarf aldrei að mæta fyrir dómara, hvað sem gerist á hans vakt.

Misskipting auðsins er böl sem hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Er ekki kominn tími til að breyta þessu? Ef laun yfirstéttarinnar eru skoðuð, er augljóst að peningaleysi er ekki vandamálið. Það er nóg til af peningum. Hefur alltaf verið. Þeim er bara hrikalega misskipt.

Ég er sannfærður um að borgaralaun séu besta leiðin til að útrýma fátækt. Mér er slétt sama þótt einhverjir séu ríkir. Þeir mega alveg vera það, ef einhver er tilbúinn til að borga þeim ofurlaun. En við verðum að eyða fátækt. Þessu fyrirbæri sem neyðir fólk til að selja líkamann fyrir skiptimynt. Hver einstaklingur skiptir máli. Allir eiga að hafa rétt á grunnframfærslu. Það eru sjálfsögð mannréttindi.

En þangað til, er sjálfsagt mál að fólk fái mannsæmandi laun fyrir vinnuna sína. Laun eru ekkert annað en skaðabætur fyrir að vrea einhversstaðar annars staðar en maður vill vera og 300.000 kall er ekkert of mikið.

Meiri upplýsingar og umræður er að finna í Píratar: Borgaralaun. Endilega kíkið við og takið þátt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube