Einokunarverslunin og bændamarkaðurinn
Þessi pistill birtist upphaflega í Kvennablaðinu.
Verksmiðjan eða vöruskemman – ég er ekki viss hvað þessi bygging hafði verið í fyrra lífi – var björt og iðandi af fólki. Við gengum milli söluborða, smökkuðum heimagerða osta og smjör. Konan smakkaði kryddpylsu og var svo hrifin að hún keypti tvær. Ég er hrifnari af ostunum og smakkaði því allt of mikið. Bita hér og bita þar. Ótrúlega skemmilegt hvað úrvalið var mikið og framleiðsla bændanna ólík. Þurfti engan kvöldmat þennan daginn. Bóndinn sem ég ræddi hvað mest við sagði mér að hann hefði sjálfur mjólkað kýrnar og unnið ostinn. Hann hafði byggð skemmu bak við fjósið og þar fullynni hann mjólkina. Mjólkurbíllinn var löngu hættur að koma. En hvernig ferðu af því að lifa á þessu? Bændamarkaðurinn er skemmtilegur og allt það, en varla lifirðu á þessu oststykki sem ég var að kaupa? Nei, sagði bóndi, það er rétt. Ég sel líka í verslanir. Og það er rétt sem hann segir. Stórmarkaðir eru farnir að selja meira af lífrænum og hreinum íslenskum vörum. Þær eru eitthvað dýrari en verksmiðjuframleiðslan, en snýst lífið ekki um val? Að geta keypt bragðgóðan ost sem framleiddur var á búinu þaðan sem mjólkin kemur?
Þessir “beint frá búi” markaðir hafa verið að spretta upp um allt land. Íslendingar eru yfir sig hrifnir, ferðamenn sækjast í þetta og bændur brosa mest allra. Talandi um ferðamenn. Sveitavinnutúrisminn er farinn að blómstra, og sumir sem koma hingað til að njóta sveitasælunnar koma með hugmyndir og vinnsluaðferðir sem við höfum ekki þekkt.
Eða hvað? Sagan sem þú varst að lesa er uppspuni, skálduð hugarsmíð, því þetta má ekki. Það eru engir bændamarkaðir. Beint frá búi er hugtak sem hefur verið fleygt fram, en það einhverskonar þversögn. Bóndi má víst búa til ost, en aðeins með mjólk sem hann kaupir af MS. Þótt hann sé kúabóndi og framleiði eigin mjólk, þarf hann að selja hana og kaupa aftur á hærra verði.
Bændamarkaðir eru skemmtileg hugmynd. Þeir finnast víða í Evrópu og þar standa bændur með sínar vörur. Stundum sameinast nokkrir bændur um framleiðsluna, en þeir standa í þessu sjálfir. En þetta má ekki á Íslandi. Þar eru reglur sem sjá til þess að einhver smá hópur geti ráðið hver má kaupa mjólk, á hvaða verði. Það er frægt að Kjörís fór að framleiða jurtaís til að losna undan oki MS. Mjólka fékk mjólkina á hærra verði en KS, sem setti Mjólku næstum í þrot, KS keypti Mjólku, MS fór svo í tölfræðileik og útkoman var að Mjólka borgaði sjálfa sig og KS stóð eftir með fyrirtæki sem það borgaði ekkert fyrir. Fyrir einhverjum mánuðum fór heill Kastljósþáttur í að fletta ofan af mjólkurspillingunni. Og hvað gera stjórnvöld? Þau skella 10 ára búvörusamning á borðið sem styrkir hálstakið sem MS og KS hafa á markaðnum.
Ég skil að ríkið vilji halda utan um tóbaks- og áfengissölu. Annað efnið er krabbameinsvaldandi, bæði eru ávanabindandi og áfengi getur tvístrað fjölskyldum ef fólk ánetjast. En mjólk? Af hverju erum við með einokun á mjólk? Mjólkursala á að vera frjáls. Það eru engin rök sem ég get séð fyrir einokun á mjólkurmarkaðnum. Bændur eiga að geta selt afurðirnar hverjum sem er, hvort sem þær eru fullunnar eða ekki. Á meðan eftirlit er í lagi – þetta er jú matvælaframleiðsla – á það ekki að skipta máli hver framleiðir og selur landbúnaðarafurðir.
MS þarf ekkert að hverfa. Bændum er velkomið að selja mjólkina á sama hátt og verið hefur, enda eru heimaunnar og lífrænar vörur dýrari og ekki fyrir alla, en bændur verða að hafa val. Annað er einokun og einokun er eitthvað sem við áttum að vera löngu búin að losa okkur við.
Höfundur er í framboði í prófkjöri Pírata í suður-kjördæmi.
Athugasemdir af Moggablogginu:
Villi Asgeirsson 20.1.2012 kl. 23:25
Athyglisverð frétt. Listi yfir vitni.
http://www.visir.is/thungavigtarfolk-a-vitnalista-i-landsdomsmalinu/article/2011110519456
hilmar jónsson 20.1.2012 kl. 23:41
Vægast sagt athyglisvert Villi og skýrir margt.
Villi Asgeirsson 20.1.2012 kl. 23:45
Allir á vitnalistanum sögðu nei. Merkilegt.
hilmar jónsson 21.1.2012 kl. 00:16
Já mjööög merkilegt….
Óskráður (this is fake) 21.1.2012 kl. 00:17
Það er að koma betur og betur í ljós að ALLIR stjórnmálaflokkar hafa þegið styrki (MÚTUR) í gegnum tíðaina og eru allir jafn samsekir. Við horfum upp á toppinn á ísjakanum þegar Sjálfstæðismenn þurftu að skila sínum styrk (MÚTUM) frá Fl-group. Nú er komið að því að þeir félagar snúi bökum saman og passi upp á hvorn annan að ekkert ljótt falli a´þeirrra hvítflibba. Samsærið í hnotskurn í boði Alþingis gegn vægu verði.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir 21.1.2012 kl. 00:27
Góður pistill Villi !
Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 08:24
Mér sýnist að Hreyfingin ein hafi greitt atkvæði á móti tillögunni. Eitthvað sem gott er að muna í næstu kosningum.
Agla 21.1.2012 kl. 12:10
Að þingsumræðu lokinni verður væntanlega naumur meirihluti þingmanna meðfylgjandi tillögu Bjarna Benediktssonar um að ákæran á hendur fyrrverandi forsætisráðherra (Geir Haarde) verði afturkölluð.
Trúlega hefur meðferð Alþingis á þessu „vandræðamáli“ verið lögum samkvæm frá upphafi. Hver skyldi þá verða staða fyrrverandi forsætisráðherra lögum samkvæmt? Gæti hann t.d. krafist bóta fyrir mannorðstjón og kostnað sem fylgt hefur undirbúningi tengdum fyrirhugaðri vörn sinni við ákærunni sem samþykkt var af Alþingi upprunalega?
Þorsteinn Siglaugsson 21.1.2012 kl. 12:13
Það hafa margir áhuga á uppgjöri á áratugnum fyrir fall bankanna. Málið gegni Geir verður aldrei slíkt uppgjör enda snýst það aðeins um hvað var gert eða ekki gert rétt áður en bankarnir féllu. Málið er í rauninni smjörklípa þar sem athyglinni er beint frá því sem máli skiptir að einhverju sem engu skiptir.
Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 12:21
Agla, þetta er sennilega allt fullkomlega löglegt, en jafn siðlaust fyrir því.
Þorsteinn, ég get ekki ímyndað mér að vitnisburður allra ráðherra fyrri stjórnar og fleiri áhrifamanna hafi engin áhrif á uppgjörið, komi það nokkurntíma. Þetta er að dreyfa athyglinni einöngu vegna þess að það er tekið upp aftur. Þingið var búið að afgriða þetta og hefði átt að gefa landsdómi vinnufrið.
Þessu máli var klúðrað af Samfó. Ef eitthvað vítavert gerðist þar, er ekkert því til fyrirstöðu að setja upp mini-rannsóknarnefnd og skoða það.
Óskráður (this is fake) 21.1.2012 kl. 12:43
Eftir að hafa hlustað á þáttinn Í vikulokin á Rás 1 í morgun kemst maður betur að þeirri niðurstöðu að þingmenn hafa engan áhuga á niðurstöðu og vilja einfaldlega drepa málið niður. Hin mæta þingkona Guðfríður Lilja talaði um að koma á Sannleiksnefnd, en einni nefndinni, til að fá einhverja niðurstöðu.
Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 12:49
Hvernig kom Margrét út? Skilst hún hafi verið þarna líka.
En nefndir. Nefndir. Fleiri nefndir. Mikið væri gaman ef þingmenn töluðu bara hreint út og kysu um málin í staðinn fyrir að þvæla öllum málum milli nefnda. Ég skil ekki að kerfið þurfi að vera svona þungt í þessu litla samfélagi.
Agla 21.1.2012 kl. 13:16
Ef þetta „ferli“ er allt lögum samkvæmt á þá ekki aumingja Geir Haarde rétt á upphefð æru sinnar og alls konar bótagreiðslum?
Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 13:18
Jú, eflaust. Breytir engu. Við virðumst geta borgað allt sem einhverjum dettur í hug að láta okkur borga.
Agla 21.1.2012 kl. 13:25
Kannski hefði ég betur sagt „Ef þetta „ferli“ er allt lögum samkvæmt á þá aumingja Geir Haarde engan rétt á upphefð æru sinnar og alls konar bótagreiðslum???
Óskráður (thin) 21.1.2012 kl. 13:29
Sæll. Margrét stóð sig vel og kom sínum málum vel fram. Aftur á móti þá finnst mér Guðfríður Lilja dottin ofan í sama pyttinn og þorri þingmanna að vilja gera ekki neitt. Nákvæmlega eins og þú segir setja allt í nenfdir.
Í þættinum var komið inn á Saltmálið vinsæla og vildu bæði Guðfríður Lilja og Guðlaugur Þór að rýna í hvað gerst hafi áður en gert er eitthvað meira. En það á ekki að draga neinn til ábyrgðar frekar en venjulega. Af hverju? Jú skv. því sem Margrét Tryggvadóttir sagði þá eru um helmingur yfirmanna stofnana pólitískt ráðnir í gegnum sína flokka. Og að sjálfsögðu þarf að hlífa þeim greyjum