Stöðvum heilbrigðiskerfisslysið!
Nýlega birtist grein eftir mig í Kvennablaðinu. Þar talaði ég á jákvæðum nótum um einkavædd sjúkrahús. Greinin var skrifuð áður en fréttir bárust af fyrirhuguðu einkareknu sjúkrahúsi í Mosfellsbæ.
Ég er, í sjálfu sér, ekki á móti því. En við þurfum að fara varlega. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, skrifaði pínlega grein um einkavæðingarferlið og ég er skíthræddur um að hún hafi rétt fyrir sér. Að þetta sé eitt skrefið í ferli sem löngu er hafið. Að svelta heilbrigðiskerfið, fæla starfsfólkið frá, jafnvel til útlanda, leyfa húsnæði og tækjum að úreldast og skemmast án þess að fjármagn sé til að endurnýja eða viðhalda.
Að þetta sé hluti af ferli sem mun ræna stóran hluta þjóðarinnar réttinum til lækningar.
Heilbrigðisráðherra segist koma af fjöllum. Hann heyrði fyrst af áformunum í fréttum. Samt náðist mynd af honum með fólkinu sem stendur að baki einkaspítalans, fyrr á árinu. Auðvitað er þetta allt misskilningur. Pedro, maðurinn á bak við einkaspítalann minntist ekkert á þetta 30.000 fermetra sjúkrahús, tveimur mánuðum áður en samningur við Mosfellsbæ var undirritaður. Hann var að undirbúa verkefni upp á einhverja milljarða og minntist ekkert á það við heilbrigðisráherrann. Ég vil ekki væna ráðherrann um lygar, en trúverðugur er hann ekki.
Eins og áður sagði, finnst mér ekkert tiltökumál þótt einkaspítali verði byggður, á meðan hann er einkarekinn. Á meðan ekki ein einasta króna kemur úr opinberum sjóðum. Þessi spítali getur sennilega sinnt sínu hlutverki vel og skilað arði í vasa hluthafanna, og það er í sjálfu sér ekkert slæmt. En einkarekið fyrirtæki á að vera einkarekið, ekki kostað með skattfé.
Hitt er annað. Við verðum að snúa við þeirri þróun að fjársvelta okkar sameiginlega heilbrigðiskerfi. Við megum ekki leyfa sjúkrahúsum að verða myglusveppi að bráð, við megum ekki leyfa tækjabúnaði að úreldast og bila, við megum ekki drepa niður heilsugæsluna á landsbyggðinni, við megum ekki láta íslenska hjúkrunarfræðinga og lækna dragast aftur úr fólki í sambærilegum stöðum í nágrannalöndunum. Núverandi stefna er ávísun á atgervisflótta. Það er hreinlega verið að hrekja fólk úr landi.
Það hljómar ekki þannig. Fjármálaráðherra lofar peningum í heilbrigðiskerfið, en hann hefur haft þrjú ár til að gera eitthvað. Hvað sem er. En það hefur ekkert gerst. Nú á það þó að fara að gerast, enda stutt í kosningar.
Við verðum að fara að hætta að falla fyrir innantómum kosningaloforðum. Þegar það er fullreynt að viðkomandi hafi nokkurn áhuga á velferð þjóðarinnar, ber henni að kjósa hann ekki.
Hnignun heilbrigðiskerfisins okkar virðist vera hönnuð atburðarás. Hana verðum við að stoppa. Það geta engin orð lýst reiðinni, sorginni og vonbrigðunum við að sjá ástvin liggjandi inni í sturtuklefa á síðustu metrunum því það er ekkert pláss, myglusveppurinn er alls staðar og allir eru í verkfalli því engum eru borguð mannsæmandi laun. Það er ógeðslegt að sjá manneskju sem allt sitt líf hefur unnið sína vinnu, borgað sína skatta og aldrei þegið hjálp frá nokkrum manni, alltaf verið sjálfstæð, veslast upp inni í sturtuklefa.
Ég er ekki að gagnrýna starfsfólkið. Það gerði allt sem það gat, en það hafði ekkert til að vinna með, því það var búið að skera allt niður. Það er viðbjóðurinn. Stjórnmálamenn sem virðast engan áhuga hafa á fólkinu í landinu.
Á meðan við lækkum gjöldin af auðlindunum, leyfum kvótagreifunum að leggja bæjarfélög í rúst þegar þeir fara, hagnast um milljarða og stinga þeim undan til Tortóla, eða hvar sem peningahimnarnir eru. Ég um mig frá mér til mín er þeirra mantra. Sjálfselskan að drepa þá, eða réttara sagt, drepa fólkið sem fær ekki þá heilbrigðisþjónustu sem það hefur borgað fyrir.
Þokkaleg heilsa er mannréttindi. Að drepast úr læknanlegum sjúkdómum af því peningunum er varið í eitthvað annað, er mannréttindabrot. Að liggja, dauðvona, í rúmi inni í sturtuherbergi, eftir að hafa greitt skatta í rúmlega háfa öld er mannréttindabrot, móðgun og fyrirlitning stjórnvalda í okkar garð.
Leyfum þeim að byggja einkasjúkrahús sem sinnir útlendingum, sérhæfir sig í aðgerðum sem heilbrigðiskerfið okkar býður ekki upp á (til dæmis lasermeðhöndlun augna, fegurðaraðgerðum og fleira), sjúkrahús sem býður upp á meiri íburð en nauðsynlegur er, einkastofur og annað. Það er allt í lagi. En sjáum til þess að skattpeningarnir okkar fari í að endurbyggja heilbrigðiskerfið okkar, heilbrigðiskerfið sem sér um okkur þegar við veikjumst. Tryggjum að allir þeir peningar sem eyrnamerktir eru heilbrigðiskerfinu fari þangað, ekki í einkaverkefni.
Ef það er stefna Sjálfstæðisflokksins að hreinlega drepa heilbrigðiskerfið, svo hægt verði að einkavæða hræið, er hann ekki atkvæða okkar virði. Við megum ekki gera okkur það að kjósa þannig tortímingu yfir okkur. Megum ekki gera gamla fólkinu það, megum ekki gera framtíðarkynslóðum það.
Ef við gátum haldið úti þokkalegu heilbrigðiskerfi fyrir 30 árum, þegar töluvert minni peningar voru til staðar, getum við gert það núna og í framtíðinni.
Viljinn er allt sem þarf.
Fyrst birt í Kvennablaðinu.
Athugasemdir af Moggablogginu:
Villi Asgeirsson 20.1.2012 kl. 23:25
Athyglisverð frétt. Listi yfir vitni.
http://www.visir.is/thungavigtarfolk-a-vitnalista-i-landsdomsmalinu/article/2011110519456
hilmar jónsson 20.1.2012 kl. 23:41
Vægast sagt athyglisvert Villi og skýrir margt.
Villi Asgeirsson 20.1.2012 kl. 23:45
Allir á vitnalistanum sögðu nei. Merkilegt.
hilmar jónsson 21.1.2012 kl. 00:16
Já mjööög merkilegt….
Óskráður (this is fake) 21.1.2012 kl. 00:17
Það er að koma betur og betur í ljós að ALLIR stjórnmálaflokkar hafa þegið styrki (MÚTUR) í gegnum tíðaina og eru allir jafn samsekir. Við horfum upp á toppinn á ísjakanum þegar Sjálfstæðismenn þurftu að skila sínum styrk (MÚTUM) frá Fl-group. Nú er komið að því að þeir félagar snúi bökum saman og passi upp á hvorn annan að ekkert ljótt falli a´þeirrra hvítflibba. Samsærið í hnotskurn í boði Alþingis gegn vægu verði.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir 21.1.2012 kl. 00:27
Góður pistill Villi !
Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 08:24
Mér sýnist að Hreyfingin ein hafi greitt atkvæði á móti tillögunni. Eitthvað sem gott er að muna í næstu kosningum.
Agla 21.1.2012 kl. 12:10
Að þingsumræðu lokinni verður væntanlega naumur meirihluti þingmanna meðfylgjandi tillögu Bjarna Benediktssonar um að ákæran á hendur fyrrverandi forsætisráðherra (Geir Haarde) verði afturkölluð.
Trúlega hefur meðferð Alþingis á þessu „vandræðamáli“ verið lögum samkvæm frá upphafi. Hver skyldi þá verða staða fyrrverandi forsætisráðherra lögum samkvæmt? Gæti hann t.d. krafist bóta fyrir mannorðstjón og kostnað sem fylgt hefur undirbúningi tengdum fyrirhugaðri vörn sinni við ákærunni sem samþykkt var af Alþingi upprunalega?
Þorsteinn Siglaugsson 21.1.2012 kl. 12:13
Það hafa margir áhuga á uppgjöri á áratugnum fyrir fall bankanna. Málið gegni Geir verður aldrei slíkt uppgjör enda snýst það aðeins um hvað var gert eða ekki gert rétt áður en bankarnir féllu. Málið er í rauninni smjörklípa þar sem athyglinni er beint frá því sem máli skiptir að einhverju sem engu skiptir.
Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 12:21
Agla, þetta er sennilega allt fullkomlega löglegt, en jafn siðlaust fyrir því.
Þorsteinn, ég get ekki ímyndað mér að vitnisburður allra ráðherra fyrri stjórnar og fleiri áhrifamanna hafi engin áhrif á uppgjörið, komi það nokkurntíma. Þetta er að dreyfa athyglinni einöngu vegna þess að það er tekið upp aftur. Þingið var búið að afgriða þetta og hefði átt að gefa landsdómi vinnufrið.
Þessu máli var klúðrað af Samfó. Ef eitthvað vítavert gerðist þar, er ekkert því til fyrirstöðu að setja upp mini-rannsóknarnefnd og skoða það.
Óskráður (this is fake) 21.1.2012 kl. 12:43
Eftir að hafa hlustað á þáttinn Í vikulokin á Rás 1 í morgun kemst maður betur að þeirri niðurstöðu að þingmenn hafa engan áhuga á niðurstöðu og vilja einfaldlega drepa málið niður. Hin mæta þingkona Guðfríður Lilja talaði um að koma á Sannleiksnefnd, en einni nefndinni, til að fá einhverja niðurstöðu.
Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 12:49
Hvernig kom Margrét út? Skilst hún hafi verið þarna líka.
En nefndir. Nefndir. Fleiri nefndir. Mikið væri gaman ef þingmenn töluðu bara hreint út og kysu um málin í staðinn fyrir að þvæla öllum málum milli nefnda. Ég skil ekki að kerfið þurfi að vera svona þungt í þessu litla samfélagi.
Agla 21.1.2012 kl. 13:16
Ef þetta „ferli“ er allt lögum samkvæmt á þá ekki aumingja Geir Haarde rétt á upphefð æru sinnar og alls konar bótagreiðslum?
Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 13:18
Jú, eflaust. Breytir engu. Við virðumst geta borgað allt sem einhverjum dettur í hug að láta okkur borga.
Agla 21.1.2012 kl. 13:25
Kannski hefði ég betur sagt „Ef þetta „ferli“ er allt lögum samkvæmt á þá aumingja Geir Haarde engan rétt á upphefð æru sinnar og alls konar bótagreiðslum???
Óskráður (thin) 21.1.2012 kl. 13:29
Sæll. Margrét stóð sig vel og kom sínum málum vel fram. Aftur á móti þá finnst mér Guðfríður Lilja dottin ofan í sama pyttinn og þorri þingmanna að vilja gera ekki neitt. Nákvæmlega eins og þú segir setja allt í nenfdir.
Í þættinum var komið inn á Saltmálið vinsæla og vildu bæði Guðfríður Lilja og Guðlaugur Þór að rýna í hvað gerst hafi áður en gert er eitthvað meira. En það á ekki að draga neinn til ábyrgðar frekar en venjulega. Af hverju? Jú skv. því sem Margrét Tryggvadóttir sagði þá eru um helmingur yfirmanna stofnana pólitískt ráðnir í gegnum sína flokka. Og að sjálfsögðu þarf að hlífa þeim greyjum