Sprakk
Hrunið skall á og þjóðin tvístraðist.
Allt er gegnsýrt af fylkingum. Us and them. Bankar gegn húseigendum. Stjórn gegn stjórnarandstöðu. Femínistar gegn karlrembusvínum. 101 lattépakk gegn sveitavarginum. Náttúruverndarsinnar gegn stóriðjusinnum. Kvótaeigendur gegn smábátaeigendum. Króna gegn evru. ESB gegn þjóernissinnum. Íslendingar gegn innflytjendum. Trúaðir gegn trúlausum. Hægri gegn vinstri, kommar og kapítalistar.
Það er alveg sama hvar tekið er niður, við finnum okkur alltaf eitthvað til að þrasa um, eitthvað til að vera ósammála um, eitthvað til að tvístra okkur. Ef við höldum svona áfram, munum við aldrei getað sameinast sem þjóð. Aldrei getað virkjað það sem sterkast er, okkur sjálf. Kerfið sem við búum við er hannað til að dreyfa athygli okkar, því án samstöðu getum við ekki tekist á við þau mál sem mestu skipta. Að búa til það samfélag sem við eigum skilið og getum átt. Tæknin og tíðarandinn hefur gert hverjum sem er kleyft að skapa list og tjá sig við umheiminn. Möguleikarnir eru endalausir og ef við nýtum þá á jákvæðan hátt getum við byggt upp frjálst samfélag, laust við drauga fortíðar þar sem aðeins hinir útvöldu höfðu tillögurétt.
Ef stjórnmálamenn þurfa líffverði á Íslandi, er okkur að mistakast. Er þetta þjóðfélagið sem við viljum? Er þetta framtíðin sem við þráum? Viljum við morð á ráðherra og valdarán á forsíður blaðanna í nánustu framtíð?
Þetta er ekki Íslandið sem ég ólt upp á og þetta er sannarlega ekki landið sem ég vil kalla mitt.