Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200

Deprecated: Methods with the same name as their class will not be constructors in a future version of PHP; RSS_Import has a deprecated constructor in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/rss-importer/rss-importer.php on line 42
ESB – Villi Asgeirsson

Browsed by
Tag: ESB

Bloggið – 10 ár

Bloggið – 10 ár

Það var á þessum degi fyrir tíu árum að ég skrifaði mitt fyrsta blogg. Áhuginn hafði verið fyrir hendi í einhvern tíma, en það var ekki fyrr en Mogginn fór að bjóða upp á bloggsvæði sem ég lét slag standa. Í fyrstu var þetta bara tilraun, en það breyttist fljótlega.

Verði blogg...
Verði blogg…

Fyrsta færslan var um bloggið. Þar tókst mér að guðlasta og blanda Önnu Frank í dæmið, önnur færsla var um stuttmynd sem ég var að undirbúa tökur á og þriðja um mansal í tengslum við fótbolta. Eftir það fór ég að nýta bloggið til að gagnrýna stóriðjustefnuna, það var pallur sem ég notaði til að hrópa af í hruninu og í kjölfarið. Við bloggararnir tengdumst, urðum bloggvinir. Ég kynntist frábæru fólki eins og Láru Hönnu, Birgittu Jónsdóttur, Jórunni Sigurbergsdóttur og mörgum öðrum. Ég tel margt af þessu fólki nú til vina og lífið er skemmtilegra og meira spennandi fyrir vikið.

Bloggvinir
Bloggvinir

Moggabloggið virkaði vel í mörg ár. Þangað til Davíð varð ritstjóri. Hans áherslur voru annars staðar og bloggkerfið fór að safna ryki. Ofstæki og persónuárásir urðu tíðari í athugasemdum og bloggið missti mikið af sjarmanum sem það hafði haft. Á tímabili var ég mest lesni bloggarinn á Moggablogginu, en andinn var breyttur og ég fór. Ég setti upp blogg á eigin síðu, skrifaði á ensku, en setti af og til færslur inn á íslenska bloggið. Þær voru þó sjaldgæfar.

2012 setti ég upp mína eigin síðu á íslensku. Þessa sem þú ert að lesa. Ég hef verið að dunda mér við að setja gömlu moggafærslurnar inn svo allt sé á einum stað. Það er mikið verk og klárast þegar það klárast.

Moggabloggið
Moggabloggið

Í fyrstu færslunni, fyrir réttum tíu árum, spurði ég „Mun ég halda þetta út lengur en í viku?“. Það hefur tekist. Það er gaman að fletta í gegnum gömlu færslurnar. Skoða hvernig skoðanir og áherslur hafa breyst. Á tímabili var ég harður ESB andstæðingur, en sé nú kosti og galla við aðild og finnst að þjóðin eigi rétt á upplýstri umræðu og atkvæðagreiðslu um málið. Ég var skeptískur á nýju stjórnarskrána, en eftir að hafa lesið hana í gegn, hef ég snúist og finnst hún vera mikilvægasta verkefni sem framundan er. Sumt hefur þó ekki breyst. Fjórða færslan, þann 5. maí 2006, hét Nárapúkar. Hún fjallar um álfa sem ferðast til Reykjavíkur til að mótmæla því að borg þeirra sé sökkt. Umfangsefnið var Kárahnjúkar, sem þá voru í byggingu. Náttúruvernd var og er ein af grunnhugmyndunum sem ég lifi eftir.

Það sem ég hef kannski helst lært af blogginu er að þó allt breytist, áherslur og skoðanir, er alltaf undirliggjandi sannfæring sem breytist aldrei. Þessi þrá eftir sanngirni og virðingu við land og þjóð. Það má vel vera að einhver muni einhverntíma finna færslu sem fer beint á sannfæringu mína núna eða í framtíðinni, en ég er sannfærður um að breyttar skoðanir séu til komnar vegna meiri upplýsinga.

Margt hefur gerst á þessum tíu árum síðan fyrsta færslan var skrifuð. Það væri gaman að lesa í gegn um þetta allt einhvern daginn. Sjá hvað var að gerast og hvað mér fannst um þau mál á þeim tíma. Kannski næ ég að gera það í ellinni. Þá sit ég í ruggustólnum og les færslur síðustu 40 ára, því það er á hreinu að ég er ekkert að fara að hætta þessu. Það er okkar allra að sjá til þess að samfélagið haldi áfram að vera frjálst, að við getum haldið áfram að tjá okkur í friði fyrir yfirvöldum og að við höfum rétt á að móta eigin skoðanir og skipta um skoðanir ef nýja upplýsingar fást.

Þess vegna er það algert forgangsmál að tjáningarfrelsið verði tryggt um alla framtíð. Við getum ritskoðað okkur sjálf, en yfirvöld eiga aldrei að gera það.

Sjáumst á netinu.

ESB = Skýjaborg?

ESB = Skýjaborg?

Ég er tiltölulega hlutlaus þegar kemur að ESB. Bý þar og hef það ágætt. Ekkert rosalega ríkur eða þannig, en skrölti. Stundum duga launin, stundum ekki. Er á rétt meðallaunum og borga hátt í 50% skatt. En…

Evrópa er með ónýtan gjaldeyri sem riðar til falls. Evran hefur haldið sér sæmilega undanfarið, en hún er undir gífurlegum þrýstingi.
Bankarnir hér í Hollandi eru svo sterkir að þeir þurftu beilát. Ég borgaði 1700 evrur af skattpeningunum til ABN Amro og enn meira til ING. Ég hef sennilega borgað meira, því þetta er meðaltal sem ég reiknaði út einhverntíma. Tók þar með hvert mannsbarn, líka börn og gamalmenni. Fyrrverandi fjármálaráðherra er bankastjóri ABN Amro. Sér einhver tengslin?
Ríkisfyrirtæki hér hafa verið seld með þeim afleiðingum að þjónusta versnar og verð hækkar. Þess má geta að ESB hefur þvingað Grikkland til að selja ríkiseigur eins og hafnir og aðrar nauðsynjar. Yrði þetta öðruvísi á Íslandi? Fengjum við „góðan díl“ í fiskimálinu? Ég stórefast um það.
Þegar þær þjóðir sem fengu tækifæri til að tjá sig höfnuðu evrópsku stjórnarskráni, var nafninu breytt í Lissabonsáttmála og þar með þurfti ekki að ræða það meir. ESB er gott í að komast undan atkvæðagreiðslum og kjósa þar til rétt niðurstaða fæst og svo ekki meir.
Það er fínt að búa í ESB, en ekki halda að hlutirnir hér séu eitthvað betri eða bjartari en heima. Það er allt í lagi að skoða inngöngu, en ekki búa til skýjaborgir sem gufa svo upp í kastljósi raunveruleikans.
Upphaflega birt vegna þessarar fréttar.

Athugasemdir af Moggablogginu

1. Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 16:19
Er íslenska krónan eitthvað skárri. Hér eru gjaldeyrishöft. Þú færð allavega launin þín í gjaldmiðil sem virkar allstaðar í heiminum.

Ég fæ laun í matadorpeningum sem virka bara á Íslandi og enginn erlendis vill snerta við íslenskri krónu.
2. Villi Asgeirsson, 21.1.2012 kl. 16:29
Gjaldeyrishöftin eru slæm, en er eitthvað hámark á því hvað þú getur notað kortið mikið erlendis? Ég tek yfirleitt ekki seðla með mér til útlanda.
3. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 16:39
Góð færsla hjá þér Villi, málið er að það er ljóst að við munum ekki fá neinar varanlegar undanþágur hjá ESB hvorki um fiskveiðar né neitt annað. Og svo eru þetta ekki aðildarviðræður heldur aðlögunarviðræður, sem breytir málinu dálítið.
4. Garðar Valur Hallfreðsson, 21.1.2012 kl. 16:46
Rétt hjá þér Villi, fólk ætti að varast skýjaborgir af þessu tagi. Það er allt í lagi að skoða hluti af yfirvegun og á gagnrýnin máta, en um leið og gifuryrði birtast missir umræðan marks.
5.Gunnlaugur I  21.1.2012 kl. 17:34
Ég get nú alls ekki séð hvað þessi gjaldeyrishöft hefta venjulega íslendinga.

Fólk getur tekið með sér allt að 500 þúsund krónur og skipt yfir í gjaldeyri til útlanda hverju sinni sem þeir fara, auk þess að geta tekið út 250 til 300 EVRUR útá hvert debit eða Kredit kort sem fjölskyldan er með. Margir eru með 4 til 6 kort.

Öll íslensk fyrirtæki geta fengið gjaldeyri fyrir öllum sínum innflutningi eins og þau þurfa.

Fullt af alþjóðlegum fyrirtækjum á Íslandi er í erlendri eigu svo sem öll stóriðju fyrirtækin, sem mörg hver eru að stækka við sig og önnur sækja hart á um að fá að koma til landsins.

Ég þekki sjómann býr á Spáni eins og ég og sem vinnur á Íslandi fyrir miklu betri launum en hann gæti nokkurn tímann haft hér.

Hann kemur öllum sínum íslensku krónum auðveldlega hingað til Spánar og notar þær sem EVRUR hér.

Ég veit ekki betur en erlend fjárfesting flýji nú EVRU svæðið í umvörpum.
6. Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 18:38
http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar–esb-eina-leidin
7. Villi Asgeirsson, 21.1.2012 kl. 18:47
Þessi frétt er að verða þriggja ára gömul. Hvernig fór með CCP?
8. Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 19:13
Þeir eru að bíða eftir ESB samninginn.

Ef hann verður felldur þá munu þeir fara úr landi.
9. Villi Asgeirsson, 21.1.2012 kl. 19:33
Þeir hafa þá lifað eftirhrunsárin af. Gott mál.

Ég er alveg sammála að gjalderyrishöftin þurfa að fara um leið og það er hægt. Ég efast samt um að ESB aðild muni skipta miklu máli fyrir svona fyrirtæki. Það sem þarf er umhverfi þar sem vel rekin fyrirtæki fá að vera í fripi og áherslan er ekki bara á stóriðju.
10. Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2012 kl. 20:27
Það lítur út fyrir að vel rekin fyrirtæki sem eru ekki að nýta auðlindir landsins (orka fiskur) eru að flýja land.

Get nefnt Marel og Össur líka

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf
11. Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2012 kl. 21:16
@Sleggjan og Hvellurinn

Þú færð allavega launin þín í gjaldmiðil sem virkar allstaðar í heiminum.

Þegar maður býr á Íslandi og borgar alla sína reikninga í krónum, hvaða máli skiptir það þá hvort sá gjaldmiðill virkar í kringumstæðum þar sem þú þarft ekki að nota hann. Ef þú ætlar að ferðast til Evrópu þá kaupirðu þér einfaldlega gjaldeyri, það þurfa Evrópubúar líka að gera þegar þeir fara til Norður-Ameríku eða Japans svo dæmi séu tekin.

Svo má deila um það hvort Evran virkar yfir höfuð í Evrópu, hvað þá víðar…

Ég fæ laun í matadorpeningum sem virka bara á Íslandi

Þetta er ekkert öðruvísi hjá íbúum langflestra annara landa heims. Það eru 193 ríki aðilar að Sameinuðu Þjóðunum, og auk þess eru nokkur óviðurkennd ríki eða heimastjórnarsvæði með sína eigin gjaldmiðla. Þannig eru í umferð 182 gjaldmiðlar í heiminum sem eru gefnir út sem lögeyrir. Einföld deiling gefur að meðalútbreiðsla lögeyrisgjaldmiðla samsvarar því að hver og einn sé notaður í 192/182 = 1,055 löndum.

Það segir ekkert um nytsemi gjaldmiðils, hvort eða hvernig hann virkar annarsstaðar en þar sem hann er ætlaður til notkunar. Disneydollarar svínvirka til dæmis í Disneylandi, en í Pakistan hvarflar ekki að nokkrum manni að taka við þeim sem greiðslu.

og enginn erlendis vill snerta við íslenskri krónu.

Það er ekki rétt, SÍ hefur gjaldmiðlaskiptasamninga við erlenda seðlabanka, meðal annars í fjölmennasta ríki heims. Enn fremur skilst mér að kaupmenn í Færeyjum taki gjarnan við íslenskum krónum sem greiðslu sé þess óskað. Ef þú ert að meina þetta í samhengi við evrusvæðið, þá er viðhorfið reyndar gagnkvæmt. Fáir hér vilja koma nálægt evrunni.

Voðaleg einangrunarhyggja er það að láta eins og Evrópa sé allur heimurinn.
12. Villi Asgeirsson, 22.1.2012 kl. 07:58
Góðir punktar, Guðmundur. Verður gaman að sjá svörin.
13. Garðar Valur Hallfreðsson, 22.1.2012 kl. 08:15
Takk fyrir góð svöru Guðmundur, hefði ekki geta orðað þetta betur 🙂
14. Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 11:28
„Svo má deila um það hvort Evran virkar yfir höfuð í Evrópu“ ??? Já þú segir nokkuð.

Hér er gjaldeyrishöft og okkur er skammtaður gjaldeyri. Þó að Disneypeningar svínvirka í Disneyland… þá er það ekki hrós á þann gjaldmiðil.

Ímyndaðu þér að vera fastur í Disneylandi og þú gætir einungis fengið að skipta hluta af þínum Disneypeningum og þyrftir að sanna fyrir yfirvöldum að þú værir að yfirgefa Disneyland. Þér væri skammtaður alvöru gjaldmiðli til að skreppa laus í smá tíma. Svo kemurur aftur og þá verðuru að skipta strax öllum alvöru peningum í Disney peninga. Og ef þú gerir það ekki og felur alvöru galdeyti heima hjá þér þá átti hættu á að fara í fangels!!!! Þannig er Ísland í dag.

Þó að þér finnst það bara gott mál að vera í höftum þá er það þitt mál.

En hvað okkur finnst um þetta mál á ekki að skipta öllu máli. Alvöru fyrirtæki sem eru að skapa milljarða í gjaldeyri (marel, ccp og marel) eru að gefast uppá þessu ástandi og eru að hugleiða að flyta úr landi. Með öll störfin.

Það skiptir mestu máli. Burtséð hvað við segjum.
15. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 13:35
Maður mér tengdur vinnur myrkranna á milli í Austurríki hann á fyrir fjölskyldu að sjá konu og þrem börnum, hann vinnur líka oft á helgum, en endar rétt ná saman. Þó fær hann greitt í evrum. Málið er að þó matvara sé ef til vill ódýrari sum ekki öll, þá er kyndingarkostnaður upp úr öllu valdi hvort sem um er að ræða rafmagn, gas eða olíu, þess vegna kynda allir upp húsin sín með viði á veturna, og dugir oft ekki til. Fólk kemst ekki í bað nema kynda upp í kjallaranum í ofni sem hitar upp vatnið, ef það er ekki gert er vatnið kallt. Við þekkjum nefnilega ekki alveg allt. ESB sinnar telja alltaf upp það góða við ESB en huga ekkert að því sem betur má fara.
16. Villi Asgeirsson, 22.1.2012 kl. 13:47
Eins og ég sagði eru gjaldeyrishöftin pirringur sem verður að taka af eins fljótt g hægt er. Sama með verðtrygginguna. En eins og Ásthildur bendir á, er ESB engin paradís. Það eru kostir við að búa hérna í Evrópu, og gallar. Alveg eins og á Íslandi.

Á meðan ég vinn undir 40 tíma á viku, borga ég rúmlega 40% skatt. Fari ég yfir 40 tímana, er mér refsað með ca 50% skatti. Skiptir engu þó ég sé á rétt meðallaunum. Þar fyrir utan borga ég heilsutryggingu, 200 evrur á mánuði. Annars get ég étið það sem úti frýs ef ég veikist. Ég borga 40 evrur á mánuði í bifreiðagjöld fyrir litlu hatchback Almeruna mína. Hiti og rafmagn er á verði sem fengi íslending til að frussa útúr sér kaffinu.

ESB er allt í lagi, en það er ekkert betra að búa hér. Bara öðruvísi.
17. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 13:55
Það er einmitt rétt hjá þér Villi, það er ekkert betra bara öðruvísi.
18. Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 13:58
Það sem Ásthildur er að tala um tengist frekar legu landsins en ekki ESB. Hér á Íslandi er næg orka frá heitu vatni og endurnýjanlegum auðlindum. En Austurríki er ekki jafn heppið. Þó að Austurríki segji sig úr ESB þá þurfa þau samt að kinda húsin sín með viði og veturnar og kinda vatnið í kjallaranum áður en farið sé í bað.

Burt séð frá ESB aðild.

hvells
19. Villi Asgeirsson, 22.1.2012 kl. 14:01
Rétt, Hvells, en það breytir því ekki að það er ekkert betra eða verra að búa í ESB. Bara öðruvísi.

Gjaldeyrishöftin, verðtrygginguna og spillinguna út, og við þurfum ekkert ESB.
20. Jóhann Elíasson, 22.1.2012 kl. 14:24
Góður og málefnalegur pistill og sama má segja um flestar athugasemdirnar en þó er dapurlegt að sjá hvernig sá sem skrifar í nafni Sleggjunnar og Hvellsins kýs að stinga höfðinu í sandinn og horfir algjörlega framhjá staðreyndunum en þannig er málflutningur flestra INNLIMUNARSINNA.
21. Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 15:30
ég veit að ESB getur hjálpað Íslandi með verðtrygginguna og gjaldeyrishöftin. M.a gegnum ERM2 prógrammið.

En spillining er okkar mál og við þurfum að útrýma henni.

hvells
22. Villi Asgeirsson, 22.1.2012 kl. 15:41
Þessi þrjú mál getum við leyst sjálf er vilji er fyrir hendi.
23. Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2012 kl. 15:44
M.a gegnum ERM2 prógrammið.

Viltu semsagt gera verðtryggðu lánin okkar, gengistryggð í ofanálag?

Ég er ekki sannfærður um skynsemina í því…
24. Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 15:59
Nei ég vill færa þessi verðtryggðu lán yfir í evru. Óverðtryggð á lægri vöxtum og enginn hætta á gengisfalli einsog með krónuna.

Heimilin þola þetta ekki lengur.

hvells
25. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 16:05
Heimilin þola ekki þessa ríkisstjórn lengur það er málið.
26. Villi Asgeirsson, 22.1.2012 kl. 16:31
Hvells, það hefur ekkert upp á sig að færa lánin yfir í evru, nema hún verði tekin upp sem gjaldmiðill. Það mun taka mörg ár og gerast löngu etir að við erum gengin í ESB. Það í sjálfu sér er fjárhættuspil, því evran er fallvölt eins og er.

Ásthildur, hvaða kosti höfum við aðra en þessa stjórn? Flokinn sem kom okkur í þessa stöðu? Ótímabærar kosningar og stórsigur Sjálfstæðisflokksins, því hann einn er búinn undir kosningabaráttu?
27. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 16:35
Villi ég vil núna utanþingsstjórn sérfræðinga, ekki pólitíkusa. Að vísu þarf hún að bera sín mál undir alþingi, en ég hef trú á því að eftir öll stóru orðin, þá muni slík ríkisstjórn geta komi fram þeim málum sem brýnast liggja á þjóðinni, þ.e. fyrst og fremst aðstoð við heimilin. Jafnvel þjóðnýtingu bankanna, til að losa þá undan erlendu yfirráði, og í kjölfarið afnám gjaldreyrishafta. Íslenska krónan getur nefnilega alveg staðið sjálfstæð ef hagstjórnin er í lagi og yfirvöld hlusta á þá aðila sem benda á tækifærin sem liggja svo víða m.a. í sjávarútvegi sem má með einu pennastriki auka um marga milljarða og styrkja byggðir landsins.
28. Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2012 kl. 16:42
Nei ég vill færa þessi verðtryggðu lán yfir í evru.

Ég veit um marga sem voru með svoleiðis lán (eða héldu það allavega), t.d. á bílum, og reyndar var það oft evra í bland við aðra stóra gjaldmiðla t.d. dollar og svissneskan franka sem er klettstöðugur. Ég held að enginn þeirra vilji endurtaka þann leik.

Vandamálið liggur í því að fá lánin ekki greidd skv. sama verðmæli og útgjöldin. Þegar þannig er í pottinn búið skiptir engu máli hvað verðmælirinn heitir.

Verðtryggða krónan er einn stöðugasti verðmælir sem er lögbundinn nokkursstaðar í heiminum, hún hefur haldið kaupmætti sínum fullkomlega og hækkað um helming frá 2007 miðað við nafnkrónuna. Ef stöðugleiki kaupmáttar er markmið þá ættum við ekki að taka upp evru sem lögeyri heldur verðtryggðan gjaldmiðil. Hann mætti heita hvað sem er, nema evra auðvitað því Seðlabanki Evrópu á það vörumerki.
29. Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2012 kl. 16:43
Leiðrétting: fá launin ekki greidd skv. sama verðmæli og útgjöldin
30. Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 18:44
Ásthildur.

Viltu ekki líka þjóðnýta IKEA?

Losna við erlend yfirráð.
31. Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 18:48
Það er greinilega misskilningur í gangi.

Ég veit ekki taka EVRU-lán með tekjur í ISK

Ég vill ganga í ESB og í framhaldi taka upp EVRU og þá er hægt að taka EVRUlán á lágum vöxtum. Óverðtryggt einsog íbúar í ESB fá að gera.

Það er mér að öllu óskiljanlegt að Guðmundur sem er að berjast fyrir Hagsmunasamtök heimilana er á móti ESB. En hann er kannski að sjá eitthvað sem ég sé ekki.
32. Villi Asgeirsson, 22.1.2012 kl. 19:04
Hvað tekur þetta evruferli langan tíma?

Innganga, þrjú ár? Það er 2015.

Evra, ca fimm ár í viðbót. 2020.

Verðtrygging húsnæðislána er vandamál núna. Ef við bíðum út áratuginn eftir einhverju ESB dæmi, verða allir farnir á hausinn. Jafnvel þótt verðtryggingin hyrfi 2015, yrðu flestir farnir á hausinn.

Við verðum að leysa þetta vandamál sjálft, því ESB dæmið tekur of langan tíma.
33. Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 19:51
Inngangan gæti gerst á næsta ári og fljótlega farið í ERM2 prógrammið.

Þá stiður Seðlabanki Evrópu við krónuna með sínu fjármagni og kemur á stöðugleika í gengið. Með þessum stuðning losnum við höftin og getum lagt niður verðtrygginguna.

Við getum tekið upp Evruna fljótlega eftir það og fáum að njóta lægri vexti og enga verðtryggingu einsog nágrannaþjóðir okkar.
34. Villi Asgeirsson, 22.1.2012 kl. 20:15
Ef inngöngu yrði troðið á þjóðina strax á næsta ári, þyrfti ferlið að fara af stað strax. Þjóðin myndi brjálast, stjórnin myndi falla, kosið yrði upp á nýtt, Sjallarnir komast í stjórn og málið dautt.

Reynum að halda okkur á jörðinn.
35. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 20:16
Sleggja og hvellur af hverju ætti ég að vilja þjóðnýta Ikea? Veit ekki betur en það fyrirtæki standi sig vel í að veita ódýrar vörur okkur til hagsbóta. Það er bara ekkert sambærilegt við bankana sem mala allt undir sér að óskum erlendra kröfuhafa. Sem einungis hugsa um eigin gróða.
36. Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 21:13
Þú talar einsog erlend yfirráð eru slæm ekki satt?

„Jafnvel þjóðnýtingu bankanna, til að losa þá undan erlendu yfirráði“

Landsbankinn er í eigu ríkisins. Ekki er hann eitthvað betri en „erlendu“ bankarnir.
37. Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 21:14
Og ég veit ekki betur en að eigendur IKEA séu að hugsa um sinn eigin gróða.
38. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 21:59
Arionbanki og Íslandsbanki eru undir yfirráðum erlendra kröfuhafa, sem hafa með leyfi ríkisstjórnarinnar fengið skotleyfi á almenning í landinu, og það fjármagn fer beint úr landi. Að vísu á eftir að koma í ljós hvað Landsbankinn vill koma til móts við landamenn, og það ætti að vera hæg heimatökin hjá ríkisstjórninni að stýra því ásamt kröfum íbúðalánasjóðs, það er hluti af Skjaldborginni sem þau mærðu svo mikið í kosningabaráttunni. En eigendur Íkea hugsa auðvitað um eigin gróða, það gera öll fyrir tæki, en það er samt sem áður þeim til tekna að þau eru með viðráðanlegt verð á vöru sinni, þannig að fólk á þess kost að kaupa hluti miklu ódýrari með því að setja þá saman sjálf.

Við fáum ekkert út úr ESB meira en við getum gert sjálf með betri hagstjórn. Þið einfaldlega eruð búin að gefast upp á Íslandi og ef þið eruð svona óánægð, þá er miklu betra fyrir ykkur einfaldlega að flytja ykkur um set til Evrópusambandsríkis og setjast það að. Við hin munum aldrei samþykkja að fara þar inn, svo það er bara eins gott fyrir ykkur að hugsa til hreyfings.
39. Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 22:27
Það er yfirleitt eldra fólkið sem vill ekki þarna inn og vill taka framtíðarákvarðanir fyrir okkur unga fólkið.

En við látum ykkur ekki stjórna okkur lengur. Við munum kjósa JÁ við ESB og upplifa betri framtíð þegar þið eruð ekki lengur í þessum heimi.
40. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 23:01
Hahahaha já heldurðu það, börnin mín hafa tekið þá ákvörðun að ESB sé ekki fyrir Ísland, þó búa sum þeirra í ESB löndum, og bíða tækifæris að koma heim. Hin eru í Noregi og sjá hvað þetta ESBdæmi er mikið rugl, þó þú og hinir tréhestarnir sjái ekkert nema með rörsýn, þó reynt sé að benda ykkur á annað.
41. Sleggjan og Hvellurinn, 23.1.2012 kl. 00:15
Það kemur skýrt fram í skoðanakönnunum að eftir því sem eldra fólkið er því líklegra er það á móti ESB.
42. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 00:26
Það er augljóst því eldra sem fólk er því meiri yfirsýn og reynsla er til staðar og víðsýni. Þetta veit ég mjög vel því ég hef reynsluna.
43. Stefán, 23.1.2012 kl. 09:41
Aðeins um gjaldeyrishöftin.

Gunnlaugur I, getur þú upplýst okkur hvernig vinur þinn, sjómaðurinn, millifærir launin sín á einfaldann hátt til Spánar? Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að millifæra tekjur til útlanda ef starfað er á Íslandi. En Gunnlaugur, endilega láttu okkur vita hvernig hann fer að því.

Útflutningsfyrirtæki fær um 160 krónur fyrir hverja evru. Auðmaður getur, í gegnum Seðlabankann fengið 215-240 krónur fyrir hverja evru.

Þeir sem styðja gjaldeyrishöftin eru á sama tíma að styðja það að auðmenn verði enn þá ríkari og þeir fátækari enn fátækari.

Þeir sem vilja réttlæti geta ekki einnig stutt þessi gjaldeyrishöft.
44. Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2012 kl. 07:01
Það er mér að öllu óskiljanlegt að Guðmundur sem er að berjast fyrir Hagsmunasamtök heimilana er á móti ESB. En hann er kannski að sjá eitthvað sem ég sé ekki.

Þarna hitti Sleggjan naglann á höfuðið.

Ég sé nefninlega land þar sem stjórnvöld gerðu samning árið 1992 kenndan við evrópskt efnahagssvæði og lofuðu þar með að fara eftir ýmsum reglum, sem ætlað er að tryggja rétt neytenda. Meðal annars að ekki sé hægt að hækka lánsfjárhæð eftir að lán er tekið, án nokkurra takmarkana. Ef farið væri eftir þessum einföldu reglum þá stæðu íslenskir neytendur ekki frammi fyrir þeim skuldavanda sem þeir glíma nú við.

Staðreyndir málsins eru nefninlega þessar:

Elsta dómafordæmi í Evrópu um neytendavernd er frá Íslandi árið 1931
Í tvo áratugi hafa íslensk neytendaverndarlög verið ein þau víðtækustu í Evrópu
Verðtrygging húsnæðislána er bönnuð samkvæmt þessum lögum
Hún er það hinsvegar ekki í ýmsum löndum ESB!
Þessi lög myndu lítið breytast og ekki eflast neitt við inngöngu í ESB
Vandamálið er ekki lögin, heldur að þeim er ekki framfylgt af stjórnvöldum
Kvörtun frá HH vegna þessara brota er til meðferðar hjá ESA
Að brjóta EES-samninginn á neytendum er nefninlega orðið að sérstöku áhugamáli hjá íslenskum stjórnvöldum. Síðasta áhlaupið var þegar átti að gera okkur öll meðsek um samkeppnislagabrot með því að veita einkareknum banka ókeypis tryggingu á kostnað skattgreiðenda sem hann átti engan rétt á. Nýjasta útspilið er svo að segja að ef við samþykkjum að fara í ESB þá fáum við alla þessa frábæru neytendavernd sem þar sé að finna, og þá muni öll vandamál af þessu tagi leysast. Trúir þú því að í þetta sinn muni íslenskir stjórnmálamenn skyndilega byrja að virða reglur og standa við gefin loforð?

„Fool me once, shame on you. Fool me twice… ehhh….“ – George W. Bush

Sem betur fer virðist meirihluti Íslendinga betur gefinn en döbbja. Þetta er einfaldlega spurning um hvað maður þarf mörg skipti til að læra af reynslunni. Þeir snjöllustu kunna að læra af reynslu annara og þurfa þess vegna ekki að reka sig á sjálfir til að læra eitthvað.

 

 

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube