Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200

Deprecated: Methods with the same name as their class will not be constructors in a future version of PHP; RSS_Import has a deprecated constructor in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/rss-importer/rss-importer.php on line 42
blood and rain – Villi Asgeirsson

Browsed by
Tag: blood and rain

Leica, leynibloggið og einsemdin

Leica, leynibloggið og einsemdin

Þegar ég ákvað að fara í framboð, ákvað ég líka að búa til einkablogg. Leyniskrif sem enginn má sjá. Mínar einkahugsanir sem eiga ekki endilega heima í opinberri umræðu. Þetta er ekkert stórmerkilegt, engar samsæriskenningar, níð eða tuð. Þetta er meira persónulegar hugleiðingar um framboðið og framtíðina. Dagbók sem ég get lesið seinna, eftir kosningar, þegar þessum kafla lífsins er lokið. Þetta er svo saklaust að ég gæti hugsanlega gefið það út í bókarformi. Hver veit? Til að gefa hugmynd um losandaháttinn og blaðrið, datt mér í hug að deila færslu dagsins í dag.

MatsÍ dag er þrettándi júlí og mér líður betur. Er farinn að sætta mig við ákvörðunina um að bjóða mig fram. Mér fannst ég vera að skíta mig út, að stíga ofan í drullupoll þegar ég bauð mig fram í stjórnmálastarf, en það þarf svo sem ekkert að vera þannig.

Í gær var grein á netmiðlunum þar sem talað var um að mikil barátta væri framundan í prófkjörum Pírata. Drulluslagur eða eitthvað. Mitt komment á það var; Ég veit ekki með Reykjavíkina en ég ætla allavega að vera til friðs í suðurpottinum. Er ekki að standa í þessu til að kúka á fólk.

Og þannig er það. Þetta þarf ekki að vera drulluslagur. Ég fór í þetta af því ég er með hugsjónir, ekki til að fá þægilega innivinnu. Ég vil búa í réttlátu samfélagi sem allir geta blómstrað í.

Ég sagði Hildi að ég myndi taka íbúðina. Spáði í miða um borð í Norrönu fyrir mig og bílinn. Miriam er sátt við þetta. Og lífið er ekkert ef maður hoppar ekki út fyrir þægindarammann af og til.

Annars var ég að horfa á Leica unboxing video. Einhver myndavél sem hoppar og hóar yfir því að 60 ár séu liðin frá því að Leica M3 kom á markaðinn. Og það minnti mig á bókina sem ég þarf að klára. Blood and rain, þar sem Gunnar fer til Barcelona í miðju borgarastríði og finnur út að það er meira en að segja það að vera heimsfrægur blaðamaður. Lesandinn mun, þegar þar að kemur, komast að því hvort Gunnari tekst að verða heimsfrægur blaðamaður, eða hvort hann klúðri öllu. Stríð á það nefninlega til að breyta áætlunum fólks. Þarf sennilega ekki stríð til. Leica spilar töluvert stórt hlutverk í bókinni. Leica IIIc, svo maður nördist.

Myndbandið minnti mig líka á fallegu Fujifilm myndavélina sem ég keypti af því ég var orðinn leiður á stærð og þyngd Canon vélanna. Og Fujifilm er Leica 21. aldarinnar.

En hvað um það. Þetta verður allt í lagi. Ég fer í framboð. Annað hvort kemst ég í baráttusæti, eða ég mun taka þátt í grasrótarstarfinu. Og taka myndir af ferlinu. Búa til heimild um framboð og aðdraganda kosninga.

Seinna í dag fer ég að leika mér með flugvélar, vinna við að búa til loadsheets og þannig. Og Mats kemur heim úr skólanum eftir rúman klukkutíma og honum þarf að sinna. Sem er auðvitað bara gaman, enda er hann svo mikið krútt. Ég á eftir að sakna hans óendanlega í vetur. Það er þó tímabundin fórn. Vonandi virkar þetta allt og þegar við erum búin að byggja draumahúsið á suðurlandinu, verður þetta brölt þess virði.

Í kvöld er svo fundur fyrir frambjóðendur, sem ég get ekki mætt á.

Næstu sex mánuðir eða svo verða spennandi.

Life is what happens to you while you’re busy making other plans.

Skáldsögur

Skáldsögur

Skáldsagan Under the Black Sand var gefin út 29. maí 2013. Hún gerist á Íslandi, en er á ensku.

Pétur býr á Íslandi eftirhrunsáranna þar sem viðskiptajöfrar reyna að efnast á ástandinu og stjórnmálamenn þykjast vera heiðarlegir. Hann lifir fyrir spennuna sem fjármagn og völd gefa og hann er staðráðinn í að leyfa engu að koma í veg fyrir að áætlanir hans muni ná fram að ganga. Ekkert hræðir hann, ekki einu sinni forsætisráðherra.

Under the Black Sand
Under the Black Sand

Martraðirnar, þar sem sama konan kemur endalaust fyrir eru pirrandi og hann reynir að leiða þær hjá sér. Þegar honum er gefin mynd af sér með henni, fer hann að velta fyrir sér hver veit af henni og hvernig tilvera hennar getur verið þekkt.

Skilin milli raunveruleika og ímyndunar hverfa þegar maður er myrtur á skrifstofu Péturs. Martraðirnar magnast og verða raunverulegri en heimurinn í hring um hann..

Rafbókina er hægt að nálgast í ePub formi í Kobo versluninni og Mobi formi á Amazon:
USA – UK – Germany – France – Spain – Italy– Netherlands – Japan – Brasil – Canada – Mexico – Australia – India

Einnig er hægt að nálgast kilju (€15) og harðspjaldaútgáfu (€25) hjá höfundi. Þær er einnig hægt að nálgast á öðrum stöðum, en eru þá dýrari og ekki áritaðar.

Dómar:
Amazon UK, 28 May 2014 – 5 out of 5 stars
Unusual fast moving story
Format: Kindle EditionVerified Purchase
I bought this book as I like stories based in Iceland. It sat in my ‘wish list’ for ages as I was unsure whether or not to buy. There were no reviews to guide me. However I am so happy that I did in the end purchase it.

This fast moving story is about a forceful businessman, set in todays post 2008 bank collapse Iceland, trying to get a large project passed a political and environmental restistance to his plan. As the story develops you get flashbacks to the past, his past, which eventually consumes his time. It is a story of love over the centuries, of struggle against hard times and also of murder. I cannot give to much away as this will ruin your enjoyment. If you like a slightly supernatural story this is for you. Very good.

Amazon NL, 21 January 2015 – 5 out of 5 stars
A unique story in a unique environment. 
A story unlike other love stories. Contains all the aspects that makes you want to keep on reading (power, lust, love and well described feelings and sceneries). Movie material.

Amazon USA, 6 February 2015 – 4 out of 5 stars
Gripping story – needs an editor

Format: Kindle Edition Verified Purchase
Very good story; starts a bit slow, but if you keep going it will eventually grip you. It made me want to watch the short movie in which the book is based. I very much enjoyed the way the history of Iceland is used as a backdrop for the story, that works very well. The pronunciation guide was a nice touch, by the way.

Minor nitpick: this book would benefit from being looked over by an editor. There are a few repeated errors that look like translation mistakes (like using “ore” where it should be “oar”, or “clique” for “cliché” – both of these several times), and at least once a character’s name is replaced with what looks like an English version of the name (Halla is referred to as Heather in one of the final scenes).
((The issues here have since been corrected and are not found in the version currently on offer – Villi))

Amazon USA, 10 May 2015 – 4 out of 5 stars
Nordic spirits and a Nordic Tiger.
Format: Kindle Edition Verified Purchase
This crime novel swings from standard mystery to very different mythology. Very pleasing story that is tied up well. Most of the characters are very real but not sympathetic. No sweethearts traipsing through this tundra. Great melding of ancient and contemporary conflict.

Tvær stiklur voru gerðar fyrir bókina Under the Black Sand:

Önnur skáldsaga, Blood and Rain, er mikið til tilbúin og verður gefin út við tækifæri.Hún er ekki framhald fyrri bókar, heldur fjallar hún um ungan íslenskan blaðamann í Barcelona árið 1937, á tímum borgarastyrjaldarinnar.

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube