Hrefna Ólafsdóttir – Minningarorð
Að gera ömmu skil í stuttri grein er ómögulegt. Á langri ævi tók hún sér svo margt fyrir hendur, að bók myndi rétt ná að klóra í yfirborðið. Hún saumaði flíkur, húfur og búninga, sá um stórt heimili, skrifaði sögur, gaf út bækur, málaði og fleira. Hún var líka fantagóður ljósmyndari. Hún notaði Konica vélina sína og linsusafnið til að taka myndir af fjölskyldunni, gerði listrænar tilraunir á okkur krökkunum, fangaði landslagið og dýrin í sveitinni. Það sem var kannski…