Stóra Samhengið: Af Flugvöllum, Spítölum og Komugjöldum
Einhvern tíma viðraði ég hugmynd um að stokka upp nýtingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Alþingishúsið yrði safn, enda staðsetningin fullkomin og húsið sjálft sögufrægt. Alþingi myndi þá flytjast í gamla Landspítalann við Hringbraut. Byggingin er töluvert stærri en núverandi þinghús og gefur möguleika á að hafa alla starfsemina undir einu þaki. Húsið er glæsilegt og myndi hæfa æðstu stofnun þjóðarinnar. Landsspítalinn myndi fara á Vífilsstaði, þar sem gamla byggingin nýttist, en nýtt hátæknisjúkrahús yrði byggt við. Vífilsstaðir eru mun meira miðsvæðis og…