PíS
Á morgun, laugardaginn 3 október verður stofnfundur PíS haldinn í Þingborg, austan við Selfoss. PíS eru Píratar í Suðurkjördæmi. Þetta verður eflaust spennandi fundur og ég myndi mæta ef ég væri ekki að rolast í útlandinu. En þarna verður gott fólk með góðar hugmyndir.
Hér er hægt að skrá mætingu og fá upplýsingar.
https://www.facebook.com/events/434905686710723/
Dagskrá fundar:
20:00 Fundur settur.
Kosning fundarstjóra, ritara, talninga- og umsjónarfólks kosninga á stofnfundi.
Umræða og kosning um lög.
Kosning í stjórn.
Kosning skoðunarfólks reikninga
21:00 Kaffihlé
21:20 Umræða um hvort bjóða eigi fram til Alþingiskosninga 2017.
Hafa framboðslista tilbúinn sem fyrst 2016.
Önnur mál.
22:00 Fundi slitið
Allir sem hafa áhuga á starfinu (og réttlátara þjóðfélagi) eru hvattir til að mæta. Ég meina, 36% fylgi? Ef það er að fara að gerast, munum við virkilega geta haft áhrif. Til þess þarf þó gott fólk með drifkraft.