Punktar fyrir flóttafólk
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að flóttamannavandinn er gríðarlegur. Íslendingar hafa sýnt að þeir eru tilbúnir til að hjálpa eins og þeir geta.
Eitt það erfiðasta sem flóttafólk gerir er að komast til Íslands. Það er ekki hægt að ganga í einhverja daga. Ísland er eyja og einu leiðirnar til að koma eru með skipum og flugvélum. En flugmiðarnir eru dýrir.
Mörg okkar eigum vildarpunkta hjá Icelandair. Ég á nógu marga til að fljúga heim, en nokkur þúsund munu fyrnast um áramót. Hverfa og verða að engu.
Væri það ekki góð hugmynd ef Icelandair byggi til punktareikning sem við getum millifært hverfandi punktana á? Það yrði gjaldfrjálst. Kostar okkur ekkert. Kostar Ielandair ekkert, en ef þúsundir punktaeigenda millifæra á reikninginn, mætti hjálpa fólki að ferðast til landsins?
Þessi reikningur yrði að vera gagnsær, þjóðin þyrfti að geta séð hvað margir punktar safnast og hvernig þeim er varið. Rauði Krossinn gæti séð um reikninginn.
Þessir punktar skipta okkur engu máli. Þeir hverfa hvort eð er. En fyrir flóttafólk getur þetta skipt öllu máli. Þetta getur verið farmiði til betri framtíðar. Eða framtíðar, yfirleitt.