Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200

Deprecated: Methods with the same name as their class will not be constructors in a future version of PHP; RSS_Import has a deprecated constructor in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/rss-importer/rss-importer.php on line 42
Hugsi – Síða 3 – Villi Asgeirsson

Browsed by
Category: Hugsi

Mjálm

Mjálm

Kæru íslendingar. Það er mér kært að sjá að þið hafið ákveðið að eyða tíma ykkar í að mjálma fram og til baka um meintar nauðganir símaskráarmódela. Það er gaman að sjá að þið hafið tíma til að velta fyrir ykkur hvort…

Ég er viss um að það var rosalega gott pistilsefni í þessu máli, en ég sé það ekki fyrir mér. Puttarnir pikka hægar en hausinn á mér hugsar. Þetta mál er horfið úr huga mínum.

Jæja, þá er bara að velja sér forsetaefni. Allavega myndi ég gera það ef ég mætti kjósa. En ég má það ekki, því ég hef búið erlendis of lengi. Má ekki kjósa heima, má ekki kjósa hér í Niðurlandi. Ég er ekkert.

En nú er þessi pistill, sem átti að vera um flöff og dægurmjálm, að breytast í pólitískt tuð. Það var ekki ætlunin.

Spurning með að…

Nei! Nú er öskrað allt í kringum mig. Ég geri ráð fyrir að Holland hafi skorað. Heimur batnandi fer.

Eða þannig.

Allavega, til hamingju með þjóðhátíðardaginn. Er ekki að komast skriður á tíbetssyndróminn okkar? Er búið að redda Núpó fjármagni?

Vér erum fýlli en…

Vér erum fýlli en…

Vert er að athuga hvernig hægt er að auka hamingju landsmanna svo hægt sé að skattleggja hana.

Þrír hagfræðingar hafa fundið það út að íslendingar eru farnir í fýlu. Við erum allavega ekki eins hress og við vorum meðan við áttum sand af seðlum. Peningar auka þó ekki hamingjuna, samkvæmt kenningum þeirra. Óhætt er þó að gera ráð fyrir að þeir hafi fengið greitt fyrir að hafa unnið skýrsluna.

Kannski er ég að sanna þeirra mál með því að tuða.

Finnar eru næsthamingjusamasta þjóð í heimi. Þó eru þeir þekktir fyrir að vera þungyndir og hafa það tómstundagaman (gaman hér notað vegna málhefðar og skal ekki taka bókstaflega) að fremja sjálfsmorð. Kannski það sé bara ímyndin sem er að flækjast fyrir þeim, nema þeir séu bara nokkuð góðir og hafi bara gaman af iðjunni.

Hollendingar eru í fjórða sæti. Þeir eru verstu tuðarar sem sögur fara af. Segja það sjálfir. En kannski er bara skemmtilegra að tuða en velta sér upp úr jákvæðu hliðum lífsins.

 

Staðreyndin er þó sú að við erum á hraðferð niður þennan vinsældalista eins og úr sér gengið verksmiðjupopp sem er orðið þreytandi vegna síspilunar.

Ég trúi svo sem alveg að íslendigar séu pirraðri en þeir voru fyrir hrun. Það er frekar að ég eigi erfitt með að trúa að við höfum verið hamingjusöm fyrir hrun. Við dunduðum okkur nefninlega við að tuða yfir öllu og öllum þá eins og nú. Við vorum iðin við að klára dæmið þó finnarnir hafi kannski fengið heðiurinn fyrir það.

Hvað um það. Ég bý í landinu sem er í fjórða sæti. Sá að kassinn af Hertog Jan bjór er á tilboði útí búð. Kostar átta evrur. Ætla að fara að kaupa í matinn og njóta þess að vera hamingjusamari en landar mínir sem enn húka á eyjunni gömlu.

Viska hagfræðinganna: http://www.visir.is/islendingar-ekki-lengur-i-hopi-hamingjusomustu-thjodanna/article/2012120409775

Mikilmenni

Mikilmenni

Eftirfarandi er saga af heimsókn sem skildi mikið eftir sig.

Allir menn eru jafnir. Sú grundvallarhugsun er svarið við öllum vandamálum heimsins. Allir menn, konur þar með taldar. Á meðan sum dýrin eru jafnari öðrum, munum við búa við misskiptingu auðs og valds. Ef maður spáir í það, er hugsunin eins fjarstæðukennd og hugsast getur. Hvernig getur einn maður átt meira tilkall til lífsins og jarðarinnar en einhver annar?

Við getum þó ekki stillt okkur um að setja sumt fólk á stall. Ég heimsótti mann í Antwerpen fyrir einhverju síðan. Ég var fenginn til að kvikmynda viðtal við hann. Maðurinn bauð okkur inn, hellti upp á kaffi og kveikti sér í blárri Gauloises. Við spjölluðum saman meðan sameiginlegi vinurinn gerði sig tilbúinn fyrir viðtalið. Hann var afslappaður og yndæll. Það var eins og við hefðum þekkst alla okkar tíð.

Þegar ég kom heim, leitaði ég að honum á netinu. Kom í ljós að þetta er virtasta núlifandi leikskáld belga. Hann hefur skrifað um 20 leikrit og leikið í um 40 kvikmyndum. Eitthvað svoleiðis.

Ég velti fyrir mér hvort samtalið okkar hefði farið öðruvísi, hefði ég vitað hvað hann hefði afrekað um ævina. Hefði samtalið orðið þvingaðra? Hefði ég verið minna afslappaður í návist hans? Ég er ekki viss.

Það er óhætt að segja að hann sé mikilmenni. Hann þarf ekki að blása sig út, þykjast vera eitthvað merkilegri en hver annar. Eftir á var það augljóst að hann hefur séð að ég hafði ekki hugmynd um hver hann var, en hann minntist aldrei á fólkið sem hann hefur sennilega hitt á ævinni, rauðu dreglana og hvað annað. Engar fékk ég hetjusögurnar. Hann var bara manneskja, talandi við aðra manneskju. Á sama plani. Hann var ekkert merkilegri en ég, ekkert betri.

Það kalla ég mikilmenni.

Af lífi og dauða…

Af lífi og dauða…

Ekki veit ég hvað varð til þess að ráðherrafrúin gafst upp. Hvers vegna fólk tekur eigið líf. Við höfum sennilega öll íhugað þetta á einhverjum tímapunkti, en hvað fær manneskju til að fara alla leið? Er þetta ekki eigingjarnasta ákvörðun sem nokkur manneskja getur tekið? Lífið kann að vera erfitt og þetta getur virkað sem einföld lausn, en hvað um þá sem eftir lifa? Hvað um börnin manns sem fara að velta því fyrir sér, hvað gerði ég eða hvað hefði ég átt að gera? Foreldrar eiga að vera til staðar fyrir börnin sín, en það er erfitt ef þeir eru farnir. Börnin eiga að lifa foreldra sína, því það hlýtur að vera versta tilfinning sem til er að jarða barnið sitt. Dauða fylgir sorg, en sé um sjálfsmorð að ræða, fyldir reiðin með. Og hún fer ekki.

Líf og dauði voru ofarlega í huga mínum þegar ég vaknaði.

Við erum alltaf að flýta okkur. Troða morgunmatnum ofan í krakkann, henda honum út í nóttina því skólinn er að byrja og við að verða of sein í vinnuna. Við gefum svo næstu klukkutímana vinnu okkar. Seljum þá reyndar, misdýru verði. Við eigum það til að selja tíma okkar of ódýrt, því hvað sem við gerum, kemur hann ekki aftur.

Fyrrverandi vinnufélagi minn, Vanuza Ramos Semedo, var falleg stelpa. Ljúf og það var ómögulegt að líka ekki við hana. Rétt tæplega þrítug. Hún fór í barneignarfrí og ég sá hana aldrei aftur. Við heyrðum að hún hefði eignast heilbrigt barn. Hún var svo stolt af dótturinni. Hún hafði átt strák en hana langaði svo í stelpu, og hér var hún komin! Við fylgdumst með á Facebook, sáum myndir af mæðgunum. Lífið gat ekki orðið betra.

Dag einn fékk hún blóðtappa. Eitthvað sem hafði myndast kring um fæðinguna og enginn vissi af. Heilinn fékk ekkert blóð og hún vaknaði aldrei aftur. Tæpri viku síðar var hún farin. Tekin frá nýfæddu dótturinni.

Vanuza var yndisleg og Þeir sem þekktu hana sakna hennar. Tala enn um hana. Við syrgjum hana og segjum stundum að lífið sé óréttlátt. Við minnum okkur á að hver dagur sé sérstakur, að við eigum að nýta hann eins og hann væri sá síðasti. Því það kemur að því að dagurinn í dag er sá síðasti og morgundagurinn kemur ekki. Njótum lífsins, verum góð hvert við annað og gerum það sem við viljum gera. Ekki sóa lífinu í meðalmennsku, pirring og hluti sem skipta ekki máli.

Til hamingju með afmælið og hvíl í friði, mín kæra…

Upphaflega birt á Moggablogginu vegna þessarar fréttar.

Athugasemdir af Moggablogginu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir – 23.1.2012 kl. 12:46
Falleg hugvekja Blessuð sé minning hennar.

Maria Csizmas – 23.1.2012 kl. 09:19
Fallega sagt elsku Villi..

 

Voru Nasistarnir svo slæmir?

Voru Nasistarnir svo slæmir?

Ég held ég hafi móðgað Hollending í gær. Eins og alþjóð ekki veit er ég búsettur í Hollandi. Sumardagurinn fyrsti er því tilgangslaus og 17 júní er ekkert merkilegri en 16. eða 18. Aðfangadagur er meira að segja merkingarlaus. Fimmti maí er merkilegur, virðist allavega vera það við fyrstu sýn, þannig lagað, en þó ekki.

Holland var hernumið af Þjóðverjum sama dag og Ísland var hernumið af Bretum. Fimm árum seinna, þann fimmta maí 1945 var Holland frelsað af Bandamönnum. Það var auðvitað mikið um gleði og dýrðir. Frjáls þjóð í eigin landi. Skítt með það að drottningin væri gift nasistaforingja. Það eru smáatriði sem koma bláblóðungum ekki við.

Fimmti maí, frelsisdagurinn. Daginn áður eru fánar dregnir í hálfa stöng til að minnast fallinna hermanna. Þeir sem nenna fara í kirkju um kvöldið, aðrir fá sér bjór og horfa á sjónvarpið. Á frelsisdaginn eru fánar dregnir að húni til að halda upp á frelsið. Svo fær maður frí, fimmta hvert ár. Ekki veit ég af hverju það er ekki haldið upp á þetta árlega. Kannski af því að það skiptir svo sem engu máli? Það er sennilega ekki ástæðan. Kannski er þetta stríðshermir. Maður fær að finna innilokunarkendina með því að sitja inni á skrifstofu í steikjandi hita meðan sólin skín úti. Svo finnur maður frelsið eftir fimm ár eins og fólkið í stríðinu.

Kannski það, en svona virkar það ekki. Ég held ég hafi móðgað Hollending í gær. Hann spurði hvort við værum opin á Föstudag. Að sjálfsögðu, af hverju ætti að vera lokað? Frelsisdagurinn, sagði hann. Ef Hollendingar nenna akki að halda upp á hann geri ég það ekki heldur, sagði ég.

Góð taktík? Ég veit það ekki. Hann kom við í morgun en kollegi minn talaði við hann. Það var ekkert minnst á frelsisdaginn.

 

Athugasemdir

Óskráður

5.5.2006 kl. 14:13

Eg vill nu bara benda ter a ad heimsækja eithvad af fangabudunum ef tu er i einhverjum vafa um Hitler.

Villi Asgeirsson

5.5.2006 kl. 14:19

Ég er svo sannarlega ekki í vafa um hann. Eins og þú kannski last ekki var að suða yfir því að Hollendingum virðist vera sama. Fólk er ekkert að spá í svona hluti dags daglega enda ekkert hægt að ætlast til þess, en ef að búinn er til dagur til að minnast helfararinnar og hersetunnar er frekar þunnt að gera það á fimm ára fresti.

Nárapúkar

Nárapúkar

Álfakonungur leit um öxl. Það hefði kannski mátt reyna meira, en þetta var bara of mikið. Honum varð hugsað til Frakka sem ekkert gátu gert til að stöðva Blitzkrieg Adolfs um árið. Þeir höfðu reynt en það tafði hið óumflýjanlega bara um nokkra daga. Margir Frakkar dóu og allt sem þeir fengu í staðinn var kannski einnar viku frelsi. Nei, þetta stríð var tapað, en það þýðir auðvitað ekkert að álfur gefist upp. Ó nei, viva la restistance! Var það ekki það sem þeir sögðu alltaf? Hann var ekki viss. Það gat verið erfitt að ná í bækur mannanna og svona lagað fann maður aldrei í álfabókum.

Nú voru erfiðir tímar í nánd. Það átti að sökkva heilli borg! Það var ekki eins og þetta væri einhver vesæll álfhóll í nýju borgarhverfi sem börn voru að dunda sér við að grafa upp. Hann hafði svo sem nógu oft sagt á ráðstefnum að álfar ættu að koma sér frá borginni. Þetta var fyrirsjánlegt. Þeir álfar sem þrjóskuðust við og neituðu að fara lentu í vandræðum. Álfakonungur vissi betur, allavega hafði hann haldið það. Kannski var hann bara að verða of gamall.

Hann hafði séð borgina vaxa og ákvað að gera hið sama. Þetta var svo sem ekkert vitlaus hugmynd hjá mannfólkinu. Borg. Álfaborg! Þetta hafði aldrei verið reynt á Íslandi. Hundraðogfimmtíuþúsund álfar í einni borg. Hugsa sér allt það sem álfar gætu gert ef þeir ynnu saman á skipulagðan hátt. Eitt þurfti þó að komast á hreint áður en byrjað yrði að byggja. Staðsetning. Hann hafði staðið fast á sínu. Sem lengst frá mannabyggðum. Einn og einn álfhóll étinn upp af steinsteypu og malbiki var nógu slæmt. Álfaborgin skyldi fá að standa um aldir!

Álfakonungur leit um öxl. Það var betra en að horfa í augu álfanna sem gengu yfir heiðina með honum. Þau gengu þó allavega með honum.

Álfarnir höfðu gengið yfir fjöll og heiðar. Það var komið rökkur og tími til að búa sig fyrir nóttina. Álfakonungur opnaði skjóðuna varlega. Hann tók upp ljósmynd af gráu hlöðnu húsi með kopar níu á þakinu og hugsaði til nárapúkanna. Hann hafði sent þá beint í gin óvinarins. Þeir vissu jafn vel og hann að þeir kæmu kannski aldrei til baka, en þeir vissu hvað var í húfi. Enginn vildi sjá hina nýju, glæsilegu Álfaborg hverfa undir vatn. Nárapúkarnir voru tilbúnir til að fara og gera það sem þeir voru bestir í.

Verði blogg…

Verði blogg…

 

Blogg eru trikkí. Anne Frank skrifaði dagbók. Hún hefði auðvitað haldið úti
bloggi, hefðu Germanirnir ekki verið á hælum hennar. En hvað með alla
hina? Ég man að ég reyndi þetta dagbókardæmi einhvern tíma. Þetta gekk
vel í nokkra daga en svo datt þetta upp fyrir. Ef ég finn þessa bók get
ég lesið um stigin sem ég fékk í keilu og hvað ég át á vormánuðum 1990.
Stórmerkilegt, án efa.

Nú er spurningin bara, er bloggið eitthvað skárra? Mun ég meika meira sens? Mun ég halda þetta út lengur en í viku? Hef ég eitthvað meira spennindi að segja en fyrir 16 árum? Kemur einhver til með að lesa þetta og skiptir það yfir höfuð eihverju máli?

Við reynum þetta.

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube