Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200

Deprecated: Methods with the same name as their class will not be constructors in a future version of PHP; RSS_Import has a deprecated constructor in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/rss-importer/rss-importer.php on line 42
Tuð – Villi Asgeirsson

Browsed by
Category: Tuð

Verum til friðs

Verum til friðs

Gleðilegt ár!!!

Nýtt ár á að þýða ný tækifæri. Við skiljum við það gamla. Gamlar kreddur víkja fyrir nýjum uppgötvunum, gamlar deilur víkja fyrir nýjum samböndum. Það er skylda okkar allra að lifa í sátt við hvort annað. Ef við sýnum hvoru öðru ekki ást og virðingu, þá látum við hvort annað í friði.

Nýársmorgunn á SchipholVinnufélögum mínum á Schiphol flugvelli var hótað í morgun. Einhver breskur fáviti (ekki brúnn með skegg) hótaði að sprengja vinnufélaga mína og farþega í loft upp. Í gærkvöldi var fólk á nálum í München vegna yfirvofandi sjálfsmorðsárásar og mér skilst að flugeldar hafi verið bannaðir í Brussel af sömu ástæðum. Skotárás í Tel Aviv var ekki bara hótun, heldur morð.

Þetta getur ekki gengið lengur. Við getum ekki leyft heiminum að sökkva ofan í forarpyttinn sem hryðjuverk og hatur eru. Við verðum að finna lausn. Að sprengja einhverjar borgir í mið-austurlöndum bætir ástandið ekki. Að loka landamærum og sparka fólki úr landi gerir það ekki heldur. Að vera í pissukeppni um hvaða guð er bestur, er ávísun á sundrung. Við þurfum að finna leið til að koma kærleikanum fyrir náunganum í hásæti, ekki peningum eða okkar eigin rassgati.

Örfáar hræður á Íslandi geta lítið gert. En við getum gert eitthvað. Við getum talað saman. Hugsað saman. Unnið saman. Og hver veit, kannski kemur eitthvað fræ frá okkur. Kannski getum við fundið hluta lausnarinnar.

Hér fyrir neðan er mynd af fávita og skelkuðum vinnufélögum og farþegum. Ég hefði getað verið þarna. En það skiptir ekki máli, fullt af öðru fólki var þarna og þau hafa jafn mikinn rétt á að fá að lifa í friði og ég.

Love to all.

Rasistarnir

Rasistarnir

Í dag sá ég mynd á netinu. Þar var vitnað í samfylkingarkonu sem átti að vera að sleikja upp múslímana. Í athugasemdunum var hún kölluð kexrugluð sosíaldemókratakelling, vanhæfur vesalingur, og fáviti. Talað var um að við gætum alveg eins skikkað íslenskar konur til að ganga í búrkum.

Kristín SoffíaÉg skildi ekki textann á myndinni. Ég þekki konuna ekkert, en setningin hlaut að vera úr samhengi. Enda kom það í ljós þegar Kristín tjáði sig um málið.

Þetta er svo skemmtilegt svona algjörlega slitið úr samhengi. Á sama tíma og Moskuumræðan fór sem hæst þá var í gangi mikil umræða um slæma meðferð á grísum og margir lýstu því yfir að þeir ætluðu að hætta að borða svínakjöt. Þetta fannst Jóni Jónssyni og fleiri bitrum gömlum körlum svakalega merkilegt og gátu lesið allt í þetta. Svo var klesst mynd af Degi inn á þetta til að reyna að klekkja á honum. Flottir karlar.

Ég er alveg sammála því að Islam eru arfaslæm trúarbrögð. Þau eiga það sameiginlegt með flestum trúarbrögðum sem hafa verið mikið til óbreytt í aldaraðir. Heilu þorpin eru myrt í nafni Allah. Konur eru seldar í kynlífsánauð og krakkarnir drepnir. Mér er alveg sama hvort Islam séu friðsamleg trúarbrögð. Sumir áhangendurnir eru það ekki.

En sama má segja um kristni. Það þarf sennilega ekki að minnast á krossferðirnar og rannsóknarréttinn, nornabrennurnar og ofbeldið sem grasseraði í Evrópu miðaldanna, þegar kristni var sem sterkust. Allt var það í nafni Guðs og sonarins. Auðvitað sagði Jésú margt fallegt, en hvorki hann né faðirinn gátu stoppað geðveikissjúklinga sem drápu og nauðguðu í þeirra nafni.

Enn þann dag í dag eru kristnir öfgamenn að drepa í nafni frelsarans. Sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem fólk sem framkvæmir fóstureyðingar er reglugela drepið af „pro life“ aktivistum.

En það þarf ekkert trú til að gera fólk morðótt og snarbilað. Flestir vita sennilega að „blessað stríðið“ var mesti hildarleikur mannkynsins til þessa. Heilu borgirnar voru jafnaðar við jörðu, óbreyttir borgarar strádrepnir. En það endaði ekki í maí 1945 (eða ágúst í Asíu). Hefndarmorð voru daglegt brauð í Evrópu fyrstu 2-3 árin eftir stríð. Það eru til sögur af konum sem var nauðgað 5-10 sinnum á dag í nokkrar vikur. Þeim var nauðgað meðan þær héldu í höndina á barninu til að týna því ekki. Fjölskyldan var myrt meðan þær horfðu á og svo var þeim hópnauðgað. Börn voru pyntuð og drepin. Skotin eða hengd. Þjóðverjar (líka konur og börn) voru þvingaðir til að opna fjöldagrafir og svo var andlitum þeirra troðið ofan í rotnandi líkin þar til þau drukknuðu í slíminu.

Það voru engir múllar þar. Það þurfti ekki trúabrögð til. Aðstæðurnar voru „réttar“. Þegar aðstæðurnar eru þannig, bilast fólk og gerir hluti sem það myndi annars ekki láta sér detta í hug.

Fólk gerir ógeðslega hluti þegar aðstæðurnar eru þannig. Að ala á útlendingahatri býr til þannig aðstæður. Það býr til bil milli okkar (íslendinganna) og þeirra (innflytjendanna). Bil sem breikkar, því lengur og oftar sem við tölum um þetta útlendingapakk. Bil sem verður erfiðara að brúa, því lengur sem við leyfum fordómunum að grassera.

Ef við missum okkur í rasisma, eru líkur á því að innflytjur geri eins. Það er okkar, íslendinganna, að búa til samfélag sem hafnar rasima og öllum fordómum.

Þess vegna nenni ég ekki að taka þátt í umræðunni um moskuna, múslíma, pólverja. Innflytjendur, yfir höfuð. Flestir eru þeir sennilega voðalega venjulegt fólk. Ef annað kemur í ljós, ef einhverjir einstaklingar fara að brjóta lögin, er tekið á þeim. Við erum með dómskerfi sem sér til þess að fólk er dæmt fyrir ofbeldisverk.

Hálfur sannleikur er sennilega versta lygin. Þessi mynd sem flögraði um Facebook í dag er gott dæmi um hálfan sannleik sem verður að lygi.

Hvað má barnið mitt heita?

Hvað má barnið mitt heita?

Ég er íslendingur, heiti íslensku nafni og á íslenskt vegabréf þótt ég hafi búið erlendis í yfir tvo áratugi. Eins og gengur, hafði ég það af að fjölga mér. Sonurinn kom í heiminn árið 2007. Hann fæddist í Amsterdam og er því sjálfkrafa hollenskur ríkisborgari. Ég reddaði þó íslenskum ríkisborgararétti þegar við komum með hann til Íslands, sumarið 2007.

MatsÞað snúnasta við að eignast barnið í útlandinu var nafnið. Við þurftum að berjast fyrir því, ég og ófríska mamman, að ég gæti gengist við kiðinu. Það var næstum ómögulegt. Hljómar fáránlega, en af því ég er ekki með ættarnafn, gat ég ekki gefið honum ættarnafn og gat því ekki verið faðir barnsins. Íslensk föðurnöfn eru ekki ættarnöfn og því geta börnin ekki tekið þau upp. Föðurnafn var ómöguleiki, því þau eru ekki viðurkennd í Hollandi. Maðurinn á sýslumannsskrifstofunni svaraði því játandi þegar ég spurði hvort barnið yrði föðurlaust í opinberum skjölum.

Málið endaði þannig að Þjóðskrá þurfti að senda bréf, þar sem kom fram að Ásgeirsson, þótt það sé ekki eiginlegt ættarnafn, virki á sama hátt. Þjóðskrá staðfesti að þau senda svona bréf daglega, því íslendingar um allan heim eru að lenda í þessu.

Málið var leyst. Barnið fæddist og ég fékk að gangast við því. Nafnið var þó ekki samkvæmt íslenskri hefð.

Mats Kilian Ásgeirsson.

Hann tók upp föðurnafnið mitt. Málið er þó ekki alveg búið.

Flugmaðurinn MatsEf við flytjum einhverntíma heim, vill Þjóðskrá að við breytum eftirnafninu í Vilhjálmsson. Við þurfum þess ekki, en þau „myndu meta það“. Ef við breytum nafninu ekki, mun eftirnafn hans barna ráðast af því hvar þau fæðast. Ef hann eignast barn á Íslandi, verður það Matsson eða Matsdóttir, því Ásgeirsson er ekki ættarnafn. Ef hann eignast barn erlendis, mun það heita Ásgeirsson, því það er hans eftirnafn.

Svo er það millinafnið. Kilian er ekki viðurkennt á Íslandi. Kiljan og Kilían eru viðurkennd, en ekki Kilian. Verður það vesen? Þurfum við að fara í mál ef við flytjum heim? Þurfum við að berjast fyrir því að barnið fái að halda nafninu sínu? Ég er ekki viss, og þessi óvissa er rugl. Það er fáránlegt að einhver nefnd á Íslandi geti tekið fram fyrir hendur foreldra og ákveðið að eitthvað nafn, eða stafsetning á nafni, sé þóknanlegt, en annað ekki.

Mér finnst að leggja eigi Mannanafnanefnd niður. Ríkinu kemur ekkert við hvað börnin heita. Einu skiptin sem yfirvöld eiga að skipta sér af nöfnum er ef foreldrar velja virkilega furðuleg nöfn. Ég get ímyndað mér að það sé ekki gaman að vera sex ára og heita Grýla, Leppalúði eða Satan. En það eru þá mannréttindamál og Barnaverndarnefnd getur séð um þau mál.

Þegar fullorðinn og sjálfráða maður, eins og Jón Gnarr, breytir um nafn, kemur það engum við nema honum sjálfum.

Það má búast við að samsetning íslensku þjóðarinnar muni breytast á komandi árum. Áður fyrr þurftu innflytjendur að skipta um nafn. Sonur George Harrison á víst íslenska kærustu. Segjum að hann flytji til Íslands. Áður fyrr hefði hann þurft að breyta nafninu úr Danii Harrison í Daníel Géorgsson, eða eitthvað álíka.

Sem betur fer erum við hætt þeim skrípaleik (og persónuránum). En stríðið er ekki unnið. Ekki fyrr en ríkið hættir að skipta sér að því hvað fólk vill kalla sig.

Vegurinn heim

Vegurinn heim

Hver vegur að heiman er vegurinn heim, sagði einhver. En hversu einfalt er það að snúa heim eftir búsetu erlendis? Hvað um sjúkratryggingar, rétt til bóta, innflutningstolla, gjaldeyrishöft og landvistarleyfi fyrir erlenda fjölskyldumeðlimi?

Íslendingur á íslandi
Íslendingur á íslandi

Ég setti upp fésbókarhóp með það í huga að komast að því hvað gert er fyrir íslendinga sem vilja flytja heim eftir dvöl erlendis. Það sem ég hef heyrt, er að fólk á ekki rétt á neinum bótum fyrst um sinn. Engar atvinnuleysisbætur, örorkubætur eða aðrar bætur sem fólk búsett á Íslandi á tilkall til.

Eins hefur mér verið sagt að íslendingar, nýfluttir heim, þurfi að taka út sjúkratryggingu í sex mánuði eftir heimkomu. Eitthvað sem aðrir þurfa ekki að gera.

Fólk þarf líka, í sumum tilfellum að greiða tolla og gjöld af búslóðum og bílum sem það flytur með sér. Mismikið eftir landi sem flutt er frá, aldri bíls og stærð búslóðar.

Mér sýnist því lítið sem ekkert gert til að laða fólk aftur heim. Það er eins og okkur sé alveg sama um fólkið sem flúði hrunið, fór erlendis í leit að tækifærum sem voru ekki til staðar hér, eða sóttu vinnu sem ekki var í boði á Íslandi. Íslendingarnir í útlöndum geta bara verið þar. Við þurfum ekki á þeim að halda. Eða hvað?

Það er mikilvægt að reyna að fá sem flesta til að snúa heim. Ekkert þjóðfélag getur lifað af mikla og viðvarandi blóðtöku, eða „braindrain“. Markir, kannski flestir, sem flytja erlendis, eru menntaðir. Fólk sem við megum ekki við að missa. Ef það vill snúa heim, megum við ekki setja óþarfa hindranir í veg þeirra.

Hópurinn sem ég setti upp hefur það markmið að koma auga á vandamál, óréttlát lög og reglur. Sé núverandi ferli flókið og erfitt, þarf að finna lausnir á því og gera fólki kleyft að snúa heim, óski það þess. Þess vegna er mikilvægt að safna saman reynslusögum og reyna að einfalda kerfið.

Hópinn má finna hér.

Þrælanýlendan Ísland

Þrælanýlendan Ísland

Á meðan Vigdís Hauksdóttir gerir sig enn og aftur að fífli á þinginu, blæðir þjóðinni út. Háttvirtur þingmaðurinn er með skæting, tuðar og ælan vellur út úr henni eins og… nenni ekki að finna myndlíkingu. Konan er svo rugluð að hún sóar tíma þingsins í að saka stjórnarandstöðuna um að vera svekkt yfir að hafa tapað kosningunum.

Ein fjölmargra mynda eftir Gunnar Karlsson.
Ein fjölmargra mynda eftir Gunnar Karlsson.

Hvort sem stjórnarandstaðan er svekkt eða ekki, skiptir nákvæmlega engu máli. Það kemur engu og engum við hvort fólk sé svekkt yfir að hafa tapað kosningum. Það að hún standi í pontu og hlakki yfir óförum einhverra flokka í kosningum, sýnir að hún er fullkomlega vanhæf til þingsetu.

En hvað um það. Hún vann og má hanga þarna inni þar til hún tapar.

Á meðan er þjóðin blóðmjólkuð. Húsnæðislán á Íslandi eru rán. Þetta eru okurlán. Hvergi í hinum siðmenntaða heimi þekkjast vaxtaprósentur eins og á Íslandi.

Ég kíkti á vef Landsbankans og fann þetta:
Óverðtryggt með 7,15% föstum vöxtum í 60 mánuði.
Óverðtryggt með 6,75% föstum vöxtum í 36 mánuði.
Óverðtryggt með 6% breytilegum vöxtum.
Verðtryggt með 3,85% föstum vöxtum í 60 mánuði.
Verðtryggt með 3,65% breytilegum vöxtum.

Í Hollandi eru vextirnir svona:
Breytilegir vextir: 1.84%
Fastir vextir í 1 ár: 1.80%
Fastir vextir í 5 ár: 1.89%
Fastir vextir í 10 ár: 2.15%
Fastir vextir í 15 ár: 2.40%
Fastir vextir í 20 ár: 2.60%

Það má taka fram að engin hollensku lánanna eru verðtryggð.

Óverðtryggt lán til fimm ára ber 1.89% vexti í Hollandi, 7.15% á Íslandi.

Hvað er konan að þvaðra um svekkelsi í pontu? Þjóðin þarf stjórnmálamenn sem taka til hendinni, laga ástandið, reyna að gera Ísland byggilegt. Það síðasta sem okkur vantar eru misviturt fólk í typpatogi, heimskulegar og misheppnaðar tilraunir til að flytja stofnanir, fasískt daður með bréfaskrifum, einkavinavæðingar, einkavinavirkjanarúnk og kökuát.

Þið þarna sem unnuð kosningarnar. Opnið augun og gerið eitthvað!

Andskotist til að gera gagn eða drullið ykkur út!

Borgaraleg óhlýðni og bleik tré

Borgaraleg óhlýðni og bleik tré

Gatan okkar í Halfweg, mitt á milli Amsterdam og Haarlem í Hollandi er týpískt skipulagsslys. Öðru megin eru fallegu húsin, byggð fyrir stríð. Okkar hús var byggt 1939 og hin um svipað leyti. Hinumegin eru skrípi byggð kringum 1985. Þau eru ekki ljót, þannig lagað, en þau passa ekki við gömlu húsin.

Hvað um það, gatan er stutt og tiltölulega róleg. Hér er lítil umferð, ef flugvélarnar eru undanskildar. Eitt það fallegasta við götumyndina eru trén sem blómstra á hverju vori.  En blómin eru ekki óumdeild.

Húsið okkar í HalfwegFyrir nokkrum árum datt bréf inn um lúguna. Bæjarstjórnin hafði látið gera úttekt á trjánum og komið hafði í ljós að þau væru sýkt og þyrftu að fara. Búið var að plana dæmið frá upphafi til enda. Einhvað fyrirtæki hafði verið ráðið til að planta nýjum trjám.

Við könnuðumst ekkert við að trén væru veikluleg og fórum fram á að sjá skýrsluna. Þá kom í ljós að sama fyrirtæki og átti að planta nýju trjánum hafði gert úttektina. Þetta fyrirtæki var tengt einhverjum á bæjarskrifstofunum. Þetta líkaði okkur ekki, og fórum því fram á að hlutlaus aðili gerði úttektina. Því var upphaflega neitað.

Þegar deilumál koma upp, er utanaðkomandi aðili fenginn til að skerast í leikinn. Þetta var dómari frá Amsterdam með engin tengsl í Halfweg. Hann var sammála okkur og fór fram á að ný úttekt yrði gerð. Þegar hún lá fyrir, kom í ljós að 2-3 tré voru sýkt, en restin heilbrigð.

Við settumst niður á bæjarskrifstofunum, ég, konan og  yndislegu,  gömlu dýralæknishjónin sem búa í sömu götu. Dómarinn frá Amsterdam var þarna, bæjarstjórinn okkar og einhver á vegum bæjarins. Við settum fram okkar rök, töluðum um hagsmunaárekstra og heilbrigð tré, götumynd sem yrði fátæklegri með hríslum í stað gamalla trjáa.

Bæjarstjórnin kom svo með sín rök. Man ekki nákvæmlega hver þau voru, en það var greinilegt að dómaranum fannst þau ekki merkileg. Hann virtist pirraður og fannst þetta mál greinilega vera tímasóun. Þegar bæjarfulltrúinn var búinn, spurði dómarinn, er þetta allt sem þú hefur að segja?
– Ha, já.
– Þetta eru rökin?
– Já.
– Þú hefur engu við þetta að bæta? Hver var ástæðan fyrir því að trén áttu að fara?
– Ja, sko, þau blómstra á vorin og það er svo mikill úrgangur, göturnar fyllast af blöðum og þegar rignir verður þetta svo ljótt.
– Ég skil. En hvað með að halda því fram að þau væru sýkt?
– Þau eru það.
– Flest eru heilbrigð.
– En ekki öll. Þau geta smitast.
– Af hverju var úttektin gerð af verktakanum og af hverju var þetta ekki boðið út?

Þá var lítið um svör.

Við og dýralæknishjónin litum á hvort annað. Við vorum búin að vinna. Dómarinn sagði bæjarstjóranum að endilega fjarlægja þessi 2-3 tré og planta svo sömu tegund í staðinn, en láta restina í friði.

Tré í HalfwegTrén standa því enn. Á hverju vori blómstra þau og hressa upp á götumyndina. Heimurinn verður fölbleikur og yndislegur.

Ég lærði tvennt á þessu máli.

1. Opinberir aðilar geta verið alveg jafn vitlausir og við og geta farið með sömu rökleysu og hver annar. Að vera yfirveld þýður ekki sjálfkrafa að þú getir gert hvað sem þér sýnist.

2. Með samstöðu og borgaralegri óhlýðni, getur maður haft áhrif á heiminn og samfélagið.

Gleðilegt sumar og megi framtíðin vera fölbleik og hlý!

Gúrkan er góð.

Gúrkan er góð.

Er gúrkutíð? Hér eru hugmyndir að fréttum.

Dýr og Tré

Dýr og Tré

Íslenskt samfélag er helsjúkt. Það er helsjúkt eins og barn í þriðjaheims ríki. Lækningin er til, en ekki til staðar.

Öll dýr eru jöfn, en sum dýr eru jafnari en önnur.
Öll dýr eru jöfn, en sum dýr eru jafnari en önnur.

Við lifum í réttarríki. Öll dýrin eru jöfn. Það á þó til að vera ekki alveg svona einfalt í raunveruleikanum. Stundum eru dýrin sem setja reglurnar jafnari en önnur. Þau geta brotið af sér, en enginn getur snert þau. Þau geta sópað til sín auðlindir og fjármagn, löglega og ólöglega, en þau eru yfir lögin hafin. Ekki formlega. Öll dýr eru jöfn. Það getur bara verið svo erfitt fyrir embættismenn innan dómsvaldsins að slá á höndina sem réttir þeim bitlinga í formi utanlandsferða, fjárframlaga og fleira. Það er kannski ekki við stjórnmálamenn og aðra embættismenn að sakast. Kannski er þetta bara mannlegt eðli. Við erum alltaf hrædd við að eiga ekki nóg, að verða blönk á einhverjum tímapunkti. Best að safna í sarpinn. Svo er svo erfitt að pirrast út í þá sem fjármagna kosningabaráttuna og annað sem nauðsynlegt er. Eins og hundurinn, passa þeir upp á þann sem gefur þeim að éta.

Kjósendur verða bara að sjá um sig sjálfir. Redda sér. Enda hafa þeir ekkert fjármagn til að kaupa sér velvild þeirra sem setja lögin. Verðtryggingin er að sliga þjóðina. 40.000 heimili skulda meira en þau eiga. Yfir hundrað þúsund manneskjur, þriðjungur þjóðarinnar eða meira, er í svo til vonlausri stöðu. Sum þeirra geta sjálfum sér um kennt. Þau eyddu um efni fram. En flestir sem ég þekki lifðu lífinu eins og hvert annað meðaldýr. Unnu allan daginn og vonuðu að þetta slyppi um mánaðamótin. Þau keyptu sér hús og bíl og fóru til útlanda á 2-3 ára festi. Lifðu ósköp venjulegu lífi. Þau eru ekki fórnarlömb eigin mistaka, heldur voru þau í röngu landi á röngum tíma. Kerfið hrundi og ákvað að heimilin skyldu bæta það sem miður fór.

Hið svokallaða hrun, eins og sumir eru farnir að kalla það, er langt í frá orðinn fjarlægur kafli í íslandssögunni. Það er enn í fullum gangi. Á meðan verðtryggingin er við lýði, á meðan bankamennirnir sem spiluðu með þjóðina, viðskiptaséníin sem keyptu og seldu stórfyrirtæki og bjuggu til falskt góðæri og stjórnmálamennirnir sem sáu hvert stefndi en gerðu ekkert… á meðan þetta fólk er ekki látið svara fyrir sig, á meðan hrunið er ekki gert upp, á meðan fólk er borið út af heimilum í nafni bankanna, mun þetta svöðusár á þjóðarsálinni ekki gróa. Á meðan löggjafavaldið tekur fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu, getum við ekki sagt að við búum við réttarríki. Á meðan stjórnmálamenn leyfa kaupsýslumönnum að segja sér fyrir verkum, búum við ekki við lýðræði.

Af hverju gerist ekkert ef þriðjungur þjóðarinnar er á hausnum og þúsundir flytja ár hvert af landi? Af hverju mætir einn þúsundasti þjóðarinnar á fund um verðtrygginguna? 0.3% þeirra sem eru í vanda vegna hennar. Sömu hræðurnar og voru þarna síðast? Hvernig getur fámennur hópur haldið heilli þjóð í gíslingu? Svarið er einfalt. Við sjáum ekki trén fyrir skóginum. Vandamálin eru svo stór að við skiljum þau ekki eða gefumst upp á þeim. Við tuðum yfir stráka- og stelpuís. Við rífumst um það hvort konur eigi að raka sig eða ekki. Við missum okkur í smámálum sem skipta engu máli því við skiljum þau. Á meðan erum við heilaþvegin af öflum sem vilja halda í völdin, sama hvernig farið er að því. Við flytjum úr landi, dragandi skuldahalann á eftir okkur, eða rífumst um ís, trúandi því að þetta hrun hafi kannski aldrei orðið.

Við munum kjósa fólk á þing innan árs. Eigum við ekki að vanda okkur svolítið?

 

Athugasemdir af Moggablogginu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir 24.1.2012 kl. 16:13

Flottur pistill hjá þér Villi, algjörlega sammála, af hverju erum við dauðfrosin og allof margir sem kjósa sófan fram yfir batáttuna, eru ekki einu sinni að tjá sig þar sem það er þó hægt … ennþá,

Villi Asgeirsson 25.1.2012 kl. 09:41

Takk fyrir það!

Ég skil ekki af hverju fólk gerir ekkert. Þreyta og vonleysi, geri ég ráð fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir 25.1.2012 kl. 14:11

Já eitthvað svoleiðis og svo skammdegisdoði.

Orðalag Moggans?

Orðalag Moggans?

Þetta er auðvitað ekkert til að gera grín að enda er það ekki ætlunin, en er ég sá eini sem finnst orðalag Moggans skrítið? Mín fyrstu viðbrögð voru „hvernig getur hann þá sagt frá?“

Sjá: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1199854

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube