Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200

Deprecated: Methods with the same name as their class will not be constructors in a future version of PHP; RSS_Import has a deprecated constructor in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/rss-importer/rss-importer.php on line 42
Kvikmyndagerð – Villi Asgeirsson

Browsed by
Category: Kvikmyndagerð

RÚV framtíðarinnar?

RÚV framtíðarinnar?

Hlutverk RÚV hefur verið bitbein í mörg ár, jafnvel áratugi. Á það að vera pólitískt? Er það nógu hægri sinnað nú? Var það nógu vinstri sinnað í tíð Jóhönnu? Á það að veita aðhald, vera pirrandi fluga eða málpípa? Tilkynningaskyldan er löngu orðin óþörf, veðurfréttir fást hvar sem er, sjúklingar og sjómenn geta dánlódað hvaða lögum sem er, hvenær sem er, og þurfa ekki að hringja inn til að biðja um að þau séu spiluð í þar til gerðum óskalagaþáttum. Jón Múli er farinn og RÚV er bara ekki það sama án hans. Batteríð kostar milljarða og aðahlutverk þess er að vera bitbein stjórnmálamanna sem vilja skera niður og fólks sem vill halda í hefðina.

Hvað er til ráða?

Ég var að keyra heim úr vinnunni og einhver sagði „publieke omroep“. Þetta er hollenska og þýðir opinber fjölmiðill. Og ég fór að hugsa. Hér í Hollandi hafa félög og hópar lengi skipt rásum og stöðvum á milli sín. EO er Evangelische Omroep, eða kristilega sjónvarpsstöðin. Hún sendir ekki endilega út kristilegt efni, en það er oft lauslega tengt trúmálum. AVRO sendir út fræðsluþætti, sérstaklega um listir og menningu. BNN sendir út skemmtiþætti, VARA var stofnað 1925 sem málpípa fyrir verkalýðinn en sendir nú mestmegnis út þætti sem ætlað er að opna augu almennings fyrir málum líðandi stundar, loftslagsmálum og fleira. NOS sérhæfir sig í fréttum, fréttaskýringum og íþróttaviðburðum.

RÚVÖll félögin senda út eigið efni í bland við aðkeypt. Þau eru virk í útvarpi, sjónvarpi og á netinu. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera ekki sjónvarpsstöðvar, heldur deila þau ríkisstöðvunum þremur á milli sín. NOS sér um fréttirnar, en þar á eftir kemur t.d. AVRO með heimildamynd um Picasso eða Queen. Nema VARA sé með þann tíma og sendi út þátt um borgaralaun. Síðan kemur EO með biómynd. Ein sjónvarpsstöð, margir fjölmiðlar.

Ég veit ekki nákvæmlega hvernig kerfið virkar hér, hvernig þessu er skipt og hvernig það virkar fjárhagslega, en ég lét mér detta í hug að hægt væri að breyta RÚV með svipuðu kerfi.

Gefum okkur að rekstur RÚV yrði stokkaður upp. Félagið sjálft hætti framleiðslu efnis, en leigði tímahólf í dagskránni. Tímahólfin hefðu þemu. Við viljum hafa fréttir á vissum tímum, fræðsluþætti hér og kvikmyndir þar. Fyrir utan að setja þemun og ákvarða lágmarksaldur á útsendirgarefninu á vissum tímum, myndi RÚV lítið skipta sér af dagskránni.

Kvikmyndaframleiðendur, fréttaveitur og félög sem áhuga hafa á útsendingum sjónvarps- og útvarpsefnis myndu leigja útsendingarkerfi RÚV.

Deginum yrði skipt í 10-15 mínútna hólf sem yrðu verðlögð eftir tíma dags. Það má gera ráð fyrir að útsendingar að nóttu yrðu tiltölulega ódýrar, en tíminn milli 18:00 og 23:00 yrði dýr. Framleiðendur myndu fjármagna framleiðslu og innkaup efnis með auglýsingum. Rekstur RÚV yrði tryggður, þar sem auðvelt yrði að gera fjárhagsáætlanir, og framleiðendur efnis fengju tækifæri til að þróa dagskrá sem stendur undir sér. Það má gera ráð fyrir grósku í kvikmyndaiðnaðinum ef þetta kerfi yrði innleitt. Útvarpsgjaldið yrði notað til að halda kerfinu við og styrkja gerð framúrskarandi efnis.

Helmingur styrkveitinganna yrði ákvarðaður af þjóðinni. Framleiðendur gætu, ef þeir vildu, búið til verkefni og auglýst þau. RÚV væri með síðu þar sem fólk gæti kosið um verkefnin. Segjum að Saga Film hafi keypt tímann 20:30-22:00 og fyrirtækið vilji framleiða framhaldsþætti til að fylla hluta þess tíma. Þau búa til stiklu og reyna að selja þjóðinni hugmyndina. Ef nógu margir kjósa verkefnið, fær Saga Film styrk. Ef ekki, þarf fyrirtækið að fjármagna dæmið sjálft og vona að auglýsingatekjurnar dugi. Því betra sem efnið er, því meiri líkur á að næsta verkefni verði skyrkt, og því líklegt að gæði íslensks sjónvarpsefnis aukist.

Hinn helmingurinn yrði valinn af nefnd. Það er ekki ólíklegt að „vinsæl“ verkefni fái flest atkvæðin, svo það er gott að leyfa nefndinni að ákveða að styrkja fræðsluþætti, þjóðlífsþætti og annað sem eykur á menningu okkar en er ekki beinlínis vænt til vinsælda í kosningu. Ég sé fyrir mér heimildamynd um uppbyggingu Selfoss, Sturlungaöldina, stofnun Alþingis árið 930 og allskonar stikluþætti.

Með þessu kerfi yrði áhugasömum gert auðveldara að hefja útvarpsrekstur. Stofnkostnaður er griðarlegur ef byggja á allt frá grunni. Tæki eru dýr og rekstrarkostnaður hár. Ef þetta yrði að veruleika, þyrftu framleiðendur aðeins að hafa áhyggjur af verðinu á tímarömmunum og hvort áhorfið yrði nægt til að standa undir útsendingum. Sé dæmið ekki að virka, geta þau einfaldlega hætt útsendingum og annar aðili leigir útsendingartímann.

Þetta er hugmynd í mótun. Ég er tilbúinn til að fá gagnrýni, jafnvel að vera skotinn í kaf ef þetta er arfavitlaust. En það væri gaman að sjá hvort hægt sé að þróa hugmyndina og koma henni í framkvæmanlegt form.

Fullkomið fyrir mig!

Fullkomið fyrir mig!

Ég hef verið að leita að svona húsi. Hef ekki verið mjög virkur, því ekki er ég á landinu. En mig vantar svona hús. Hugsanlega þetta hús. Hverjir eru nýju eigendurnir?

Málið er að ég gerði stuttmynd á Íslandi fyrir nokkrum árum, eins og bloggvinir og aðrir kannski muna. Sagan var of stór í stuttmynd, svo ég skrifaði handrit í fullri lengd. Fékk ofsalega jákvæð viðbrögð frá því fáa fólki sem fékk að lesa. Hefði hugsanlega komið verkinu í framkvæmd og gert kvikmynd, ef ég hefði ekki verið að rolast í útlandinu. Hvað gera bændur ef þeir eru langt frá sveitinni sinni? Þeir skrifa sögu, svo ég fór í það að breyta þessu í bók. Hefur gengið ágætlega, þó að daglegt líf eigi það til að flækjast fyrir.

Sagan gerist á nokkrum tímaskeiðum í íslandssögunni. Hér á eftir er upphafskaflinn úr bókinni. Gerist í þessu (eða svipuðu) húsi. Afsakið enskuna, en ég fór víst að skrifa þetta á því tungumáli. Þetta er hugsanlega klúðurslegt, en það er bara þannig með verk í vinnslu.

1947

 

The storm had been raging all night. Thunderstorms were rare, but tonight was different. Like God wanted to show that he wasn’t happy. Like He wasn’t ready for the gift He would receive tonight.

The big house was dark, with just a couple of table lamps keeping total darkness away. The entrance was grand. Heavy furniture that had been picked for style rather than function. She was standing on the top of a central staircase, looking like a ghost with her light silk bathrobe. One nostril bleeding, soiling the perfectly white silk. She looked back quickly, saw him approaching and grabbed the heavy wooden rail. She stumbled down the stairs, almost falling. He followed slowly, like he knew she wouldn’t get away. One foot reached the floor and she looked back. He was standing at the top of the stairs. Took the first step down. She ran towards the large front door and tried to open it. It was locked. They never locked it. She tried frantically, but there was no point. It was locked and it would have taken an elephant to force it open.

She slowly turned around. He was at the bottom of the stairs now, holding the gun at his hip like a gunslinger from a bad western. It didn’t suit him, she thought. He wasn’t the gangster type. She looked at the antique bowl on the dresser. He had bought it for her at an auction a few years back. She hadn’t liked it. She wasn’t into this over-decorated stuff, but now she wanted it more than anything. She needed the contents. The keys. It was just out of reach. If she’d run for it, he might panic. She would never make it. Get the keys, back to the door, key in the keyhole, turn, open the door and go outside. No, she had to use reason. See what he wanted. Why he was doing this? Was it for the slender silhouette, smoking a cigarette at the top of the stairs? Nothing had been the same since she arrived.

He looked at the keys and smiled. Smiled, but his eyes were not happy. Moved closer to her. She thought it was a tear in his eyes, but it never came. He wouldn’t cry for me, she thought. He wouldn’t cry for anything. Not anymore. He had changed.

Her hand moved slowly down her side, finding the pocket of the bathrobe. Her hand slipped into the pocket. He moved closer, raising the gun. Her hand found something. She raised it.

‘Are you looking for this, dear?’ she said as a single shot echoed though the hallway.

Kvikmyndagerð II – Frumsýning og undirbúningur

Kvikmyndagerð II – Frumsýning og undirbúningur

Þetta var góður dagur. Fór í heimsókn til kunningja míns að sjá heimildamyndina hans frumsýnda í sjónvarpi. Ég var búinn að sjá hana á sérstöku „screener“ kvöldi þar sem ég hjálpaði aðeins til við gerð hennar. Við sátum þarna fjórir og horfðum á þetta. Gaman að sjá eigin verk sent út en maður finnur alltaf smá fiðring af og til. Þetta hefði mátt vera betra. Hljóðið þarna var ekki nógu gott. Innstungan á veggnum bak við viðmælandann er bjánaleg. Þetta eru þó sennilega hlutir sem aðrir sjá ekki.

Svo var rætt um framtíðina. Við verðum að vinna meira saman, setja kannski upp einhverskonar „collective“. Það er alltaf gott að deila hugmyndum. Svo á einn góða kvikmyndatökuvél, annar góðar klippigræjur, einn semur tónlist og allt það.

Annars er stuttmyndin það sem ég er mest að hugsa um þessa dagana. Tökur fara fram eftir þrjá manuði og ég þarf að finna aðalleikkonu. Þetta reddast allt saman. Nóg af valkostum ef ég bara byrja að leita.

Kvikmyndagerð

Kvikmyndagerð

Það held ég. Bloggið rétt farið af stað og varla kominn tími til að fylgja fyrsta masterpísinu eftir. Að skrifa blogg um blogg er varla eitthvað sem gerir mikla lukku. Það er kannski kominn tími til að koma sér að efninu.

Þannig vill til að ég er að undirbúa tökur stuttrar kvikmyndar. Hún verður tekin upp seint í sumar. Handritið komið á hreint (þannig lagað) og lykilstöður að fyllast. Merkilegt hvað kvikmyndagerð er mikið púl. Það þarf að plana allt. Maður þarf að fyrirsjá 150% vandamála sem kunna að koma upp og vera tilbúinn að takast á við tvöfalt það. Svo eru það fjármálin. Ég nenni nú ekki einu
sinni að tala um það núna. Kemur seinna.

Kemur seinna er sennilega lykilorðið hér. Ég setti þennan blogg upp til að tala um kvikmyndir og gerð þess konar fyrirbæra. Undirbúningur myndatöku getur
verið þreytandi, pirrandi, stressandi, en það er líka voða gaman af þessu. Ég er að spá í að láta vita hér hvernig máling ganga, hvernig þetta þróast.

Spurningin er, verður eitthvað vit í þessari mynd? Við sjáum til.

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube