Það getur verið auðvelt að týna rótunum, sérstaklega þegar maður býr erlendis. Raddir forfeðranna eru eins og veikt bergmál á meðan fréttir af stríðsátökum og slæmum efnahag yfirgnæfa allt. Við höfum svo mikið að gera, við erum svo upptekin við að lifa mánuðinn af að allt annað gleymist.
Ég var að leita af skjali í tölvunni. Nú þegar fyrsta skáldsagan mín er svo gott sem tilbúin, vildi ég kíkja á gamla hugmynd sem ég var að leika mér með fyrir nokkrum árum. Ég veit að sú saga er ekki upp á marga fiska, en ef ég man rétt eru einhverjir punktar í henni sem hægt er að vinna úr og gera skemmtilega. Skjalið fann ég ekki. Hef sennilega sett það á einhvern af mínum fimm þúsund flökkurum, en ég rakst á eitthvað annað og enn áhugaverðara.
Afi skrifaði bréf til frænda síns fyrir tíu árum síðan. Þar talar hann um langafa sinn, Markús Jónsson frá Meðallandi. Samkvæmt Sigurbirni biskupi á sá aldrei að hafa blótað, en notaði frekar því litríkara mál. Hér er dæmi um það. Hann hafði farið í heimsókn til dóttur sinnar (langömmu minnar) og tengdasonar. Spurður um aðkomuna, hafði hann þetta að segja:
Konan: “Hvernig lýst þér nú á þennan flutning þeirra þarna úteftir?”
Markús: “Það er nú eins og þú , blessaður auminginn þinn (ath. gæluorð í Meðallandi) værir dregin á hárinu norður fyrir fjöll, já, norður fyrir öll Einhyrningsfjöll og sæir þar aungva kvika skepnu nema nokkra kjóa, og þá alla vælandi.”
Konan: “Já er það svo, varla er það gott. En hvernig eru nú húsin þarna í Neðridal?”
Markús: “Nú, það er nú eins og þú færir hérna austur í mýri og fynndir þar aumustu hundaþúfuna, holaðir hana innan og færir að búa þar, svo kæmi allt hundastóðið í sveitinni og migi á þúfuna og það læki allt inn.”
Bréfið hans afa er langt og hann hálfpartinn biðst afsökunar á því. Mín vegna hefði það þó mátt vera tíu sinnum lengra, því það gefur fólki sem lifir rúmum 100 árum seinna skemmtilega sýn inn í heim íslendinga í lok nítjándu aldar. Án heimilda eins og bréfsins, væri Markús og hans samferðarfólk sennilega mikið til gleymt.
Ég sé oft eftir að hafa ekki hlustað betur á langafa þegar hann sagði sögur af skipum sem strönduðu og mannlífinu í upphafi tuttugustu aldar. Ég hef oft sparkað í sjálfan mig fyrir að hafa ekki eytt meiri tíma með afa á meðan ég hafði tækifæri til. Ég hugsa stundum til nafna míns á Hnausum sem enn er á lífi, og sagnanna sem hann einn þekkir og getur enn sagt. Ég veit að við erum að falla á tíma. Veit að ég ætti að pakka saman og fara heim. Eyða nokkrum vikum með honum og skrá sögur sveitarinnar okkar.
En skyldan kallar. Ég þarf að fara að elda. Vinna snemma í fyrramálið. Á eiginlega að vera að klippa mynd. Ég hef ekki tíma til að bjarga því sem bjargað verður.
Athugasemdir
Einar Karl 30.6.2012 kl. 07:41
Þetta er „einmennings“-kosning, með einfaldri umferð, þar sem aðeins einn frambjóðandi er valinn. Það skiptir því ekki máli fyrir eiginlega niðurstöðu hver verður í öðru sæti eða þriðja sæti.
Auðvitað væri það að flestu leyti betra að hafa tvær umferðir.
Ég virði þína ákvörðun að sjálfsögðu. En hver og einn kjósandi ákveður einn og sjálfur hvaða forsendur HANN telur mikilvægastar, og hvernig hann beitir sínu atkvæði til að það hafi þau áhrif sem HANN telur mikilvægust.
Til hamingju með daginn!
http://blogg.smugan.is/einarkarl/2012/06/30/eg-raed-minu-atkvaedi/
Kolbrún Hilmars 29.6.2012 kl. 18:09
Nei, Villi – ekki tvær umferðir. Ég er búin að fá upp í kok af skítkastinu í þessari umferð og kýs ekkert frekar en að þessu fári ljúki á sunnudaginn kemur.
Reyndar var ég að hlusta á síðustu sólarhringskönnun fyrir kjördag á visir.is/bylgjan.is þar sem Ólafur mælist nú með 59% og aðeins 3% eru óákveðin. Ef sú spá stenst þarf hvort sem er ekki aðra umferð.
Það yrði kærkomið!
Villi Asgeirsson 29.6.2012 kl. 17:35
Takk fyrir það. Held að tvær umferðir myndu hjálpa til. Tveir síðustu forsetar voru kosnir með töluverðum minnihluta atkvæða. Vigdís 33% og Ólafur 41%, ef ég man rétt.
Svo held ég að fólk myndi þora að velja þann sem því þykir bestur í fyrri umferð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir 29.6.2012 kl. 16:43
Flottur ertu, mikið er ég sammála þér um Andreu. Að vísu hef ég ákveðið fyrir löngu síðan að veita Ólafi Ragnari mitt atkvæði, en ég var ein af þeim sem skrifaði undir áskorun til hans. En ég verð að segja að Andrea hefur komið virkilega á óvart og ef hún verður í framboði 2016 mun hún að öllum líkindum fá mitt atkvæði. Ég er líka sammál þér í því að það er óhugnanlegt hvernig haldið hefur verið á málum í fjölmiðlum og tveimur.. aðallega einni hampað á kostnað annara frambjóðenda. Auðvitað á fólk að kjósa þann aðila sem hann treystir best, en ekki kjósa einhvern til að annar komist ekki að. Það er bara fáránlegt og illa hugsað.