Fátækt, mannréttindi, borgaralaun og hórurnar í Amsterdam
Í lagi sem löngu er orðið sígilt talar Jacques Brel um sjóarann og hórurnar í Amsterdam.
He’ll drink to the health
Of the whores of Amsterdam
Who’ve given their bodies
To a thousand other men
Yeah, they’ve bargained their virtue
Their goodness all gone
For a few dirty coins
Á meðan gamli sjóarinn skálaði fyrir hórunum, sat yfirstéttin og konungurinn í nokkur hundruð metra fjarlægð, sennilega við yfirfull matarborð og skáluðu fyrir eigin ágæti. Svona er þetta í dag og svona hefur þetta alltaf verið. Flestir strita til að eiga í sig og á, selja líkama sinn, heilsu og tíma fyrir klink. A few dirty coins.
Við virðumst taka því sem sjálfsögðum hlut að sumir hafi það betra en aðrir. Að sum dýrin séu jafnari en önnur. Að uppskera erfiðis okkar renni í fáa útvalda vasa.
Ég reiknaði út um daginn að bónusar útgerðarmannanna í HB Granda nægðu til að greiða næstum 800 manns 300.000 krónur á mánuði í heilt ár. Bara bónusarnir. Ekki launin, fyrir eða eftir 33% hækkunina, heldur bónusarnir. Fólkið sem stritar í frystihúsunum, sker sig í fingurna, kemur dauðþreytt heim, sér varla börnin sín. Þetta fólk skapar verðmæti, en sér minnst af þeim sjálft.
Ég vinn á Schiphol flugvelli í Amsterdam fyrir eitthvað sem nánast má kalla lúsarlaun. Ef ég geri vítaverð mistök, get ég átt á hættu að vera dreginn fyrir rétt og fangelsaður. Ég og flugstjórinn berum ábyrgð á að flugvélin sé rétt hlaðin og að allt sé eins og það á að vera. Við skrifum upp á að vélin sé tilbúin fyrir brottför. Í gær las ég um laun og bónus framkvæmdastjóra flugvallarins. Það eina sem ég nenni að segja um það er að það tekur mig 50 ár, hálfa öld, að vinna mér inn fyrir árslaununum hans. Ég er nokkuð viss um að hann þarf aldrei að mæta fyrir dómara, hvað sem gerist á hans vakt.
Misskipting auðsins er böl sem hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Er ekki kominn tími til að breyta þessu? Ef laun yfirstéttarinnar eru skoðuð, er augljóst að peningaleysi er ekki vandamálið. Það er nóg til af peningum. Hefur alltaf verið. Þeim er bara hrikalega misskipt.
Ég er sannfærður um að borgaralaun séu besta leiðin til að útrýma fátækt. Mér er slétt sama þótt einhverjir séu ríkir. Þeir mega alveg vera það, ef einhver er tilbúinn til að borga þeim ofurlaun. En við verðum að eyða fátækt. Þessu fyrirbæri sem neyðir fólk til að selja líkamann fyrir skiptimynt. Hver einstaklingur skiptir máli. Allir eiga að hafa rétt á grunnframfærslu. Það eru sjálfsögð mannréttindi.
En þangað til, er sjálfsagt mál að fólk fái mannsæmandi laun fyrir vinnuna sína. Laun eru ekkert annað en skaðabætur fyrir að vrea einhversstaðar annars staðar en maður vill vera og 300.000 kall er ekkert of mikið.
Meiri upplýsingar og umræður er að finna í Píratar: Borgaralaun. Endilega kíkið við og takið þátt.
Athugasemdir
Villi Asgeirsson 2.10.2013 kl. 20:20
Mikið vildi ég óska að þú værir að bulla, Bjarne. En þetta er bara ekkert öðruvísi. Íslendingar virðast hafa voðalega takmarkaðan áhuga á framvindu mála í landinu sínu. Við köllum landið Lýðveldið Ísland. Kína, Sovétríkin og önnur alræðisríki voru kennd við alþýðuna, sem ekkert mátti segja eða gera nema það þóknaðist elítunni.
Bjarne Örn Hansen 2.10.2013 kl. 11:24
Hvað er lýðræði, þetta orð er svo ofnotað að það er eins og skítug skúringamoppa.
Það er ekki nóg að segja að lýðræði, sé að kjósa alþingismenn. Hér á árum áður, þegar Jón sýslumaður vildi þvinga sína meiningu á Björn á Löngumýri, þá stóðu menn up og saman og neituðu sýslumanni aðgang.
ÞETTA ER LÝÐRÆÐI
Ef lögreglan öskrar á almenning „gas“ „gas“, þá er slíkur lögreglumaður sekur um glæp í lýðræðisríki. Því hann er ráðast á þá, sem hann á að þjóna … fólkinu.
En það sem mestu máli skiptir, að það finnst ekkert lýðræði … nema fólkið sjálft, sé almennt lýðræðis sinnað.
Í dag, finnst meira lýðræði í Kommúnistaríkinu Kína, en á Íslandi. Vegna þess í Kína, sérðu almenning rísa gegn yfirboðurum sínum. Gegn lögreglu, og jafnvel leggja líf sitt í hættu með að standa fyrir framan skriðdreka og meina honum leið sína.
ÞETTA ER LÝÐRÆÐI
Að vera eins og feigur hundur út í horni, er ekki fólk sem nokkurn tíma getur skapað með sér lýðræði. Tíu hundar, sem draga hundasleða … eru ekki kjarni lýðræðisríkis.
Og þangað til, að Íslendingar sjálfir eru tilbúnir að standa fyrir sínu og taka höndum þennan ofstoba sem öskrar „gas“ „gas“ á fólkið. Þá er enginn grundvöllur, fyrir lýðræði á Íslandi.
Íslendingar almennt, eru bara hundar sem eru hræddir við að verða barðir af hundeigandanum.
Villi Asgeirsson 2.10.2013 kl. 08:00
Mikið rétt, Guðmundur.
Guðjón, einhverskonar þjóðveldi væri sennilega besta lausnin en þjóðin næði að koma sér upp úr þessu sleni. Ef einhver eða eitthvað nær að vekja hana af þessum hannaða þyrnirósarsvefni.
Guðjón E. Hreinberg 2.10.2013 kl. 01:00
Stjórnvöld Íslenska lýðveldisins hafa komist upp með að dáleiða og kúga þjóð okkar í áratugi. Reyndar lengur, því Lýðveldið sem stofnað var árið 1944 er arfleifð Konungsríkisins Íslands, sem aftur var arfur hálfdansks stjónarfar sem viðgekkst hér um aldir.
Það stjórnarfar kom fáeinum innlendum klíkum að kjötkötlunum og margar af þeim ættum eru þar enn. Eins og venjulega þegja fjölmiðlar um það sem stjórnvöldum er óþægt.
Nú mætti segja að fjölmiðlar hafi sagt frá mörgu síðustu fimm árin, en hver sá sem fylgist með í grasrótinni veit að hið eina sem þeir fjalla um eru brauðmolarnir sem flóa útúr og ekki er hægt að dylja.
Þess vegna vil ég Þjóðveldi. Því miður trúir enginn á þjóðina lengur, ekki einu sinni hún sjálf, svo hún trúir ekki að hún geti endurreist lýðræði hér.
(frelsi.not.is)
Guðmundur Ásgeirsson 1.10.2013 kl. 17:24
Um leið og stjórnvöld hætta að óttast viðbrögð borgaranna þurfa borgararnir að fara að óttast aðgerðir stjórnvalda gegn sér.