Ég man eftir að hafa lesið frétt á netinu fyrir einhverju síðan sem sagði frá undirbúning HM í Þýskalandi. Mig minnir að þetta hafi verið Hollensk síða. Það þurfti að brugga milljón tonn af bjór, baka sex miljarða berlínarbolla, slátra fimmtán milljónum kúa og mala í bratwurst og flytja inn nokkra tugi þúsunda austur evrópskra kvenna. Málið var nefnilega að flestir fótboltaáhugamenn eru menn og þeir vilja fótbolta, bjór, pylsur og konur. Það er auðvitað hellingur af Rússneskum, Úkraínskum, Rúmenskum stelpum í vestur Evrópu seljandi sig en þetta er ekki nóg fyrir HM. Þjóðverjarnir voru víst smeykir við að ef menn gætu ekki losað um þrýstinginn brytust út allsherjar óeyrðir. Það yrði voðalegt að sjá allar þessar testosterone bombur ryðjast um götur ráðast á allt og alla. Þetta er sem sagt hið besta mál. Ríkið nær sér í tekjur því þetta verður auðvitað alls skattlagt og borgin verður ekki lögð í rúst þar sem allir ganga um með bros á vör. Perfect!
Það var eins og ungu konurnar (margar bara táningar) skiptu engu máli. Þetta var bara fín lausn og ekkert múður. Mansal er risavaxið vandamál í Evrópu. Ég bý rétt utan við Amsterdam, borgina þar sem þetta vandamál er mjög áberandi. Ég efast um að Amsterdam sé verri en hver önnur borg í vestur Evrópu, en Rauða Hverfið sér til þess að auðvelt er að sjá vændi. Maður gengur eftir strætunum, fram hjá rauðlýstum gluggum með fáklæddum dömum reynandi að ná athygli manns. Þetta eru oft gullfallegar stelpur. „Það væri fyndið að prófa þetta“ væri hægt að segja, en þá er maður bara að bæta á vandann því meðan þetta borgar sig heldur þetta áfram. Ég geri ráð fyrir að flestar stelpurnar, sem yfirleitt eru í kring um tvítugt, þó margar langt þar undir, séu ekki að þessu af því að þær hafi svo gaman af bólförum með sem flestum. Flestar hafa annað hvort tekið þetta sem eina kostinn í vonlausri lífsbaráttu eða hreinlega verið þvingaðar út í þetta. Spurningin er þá, er þetta nauðgun? Ef vændiskonan var þvinguð út í vændi, er viðskiptavinurinn þá nauðgari?
Þetta eru erfiðar spurningar og því meira sem maður skoðar þetta mál, því svartsýnni verður maður á að mannkynið spjari sig. Maður getur reynt að setja sig í spor ungrar stelpu frá ónefndu austantjaldslandi sem verður stödd í Þýskalandi í sumar. Hvað varð til þess að hún er komin hingað? Hvernig verður vinnan? Það verður örugglega nóg að gera í kring um HM. Hvernig kemur hún út úr því. Hvað svo, þegar flestir viðskipta“vinirnir“ eru farnir? Verður hún send til baka eins og bjórdós sem búið er að nota? Kannski endar fyrir henni eins og fjórtán ára stelpunni í Lilja 4-Ever. Kannski nær hún sér í nógu mikið af evrum til að setja á stofn lítið fyrirtæki ef skatturinn og dólgurinn tekur ekki meiripartinn.
Ég veit það ekki. Þetta er sennilega dekksta hlið HM. Það er auðvitað ekki gott þegar svona hlutir gerast undir yfirborðinu, en maður spyr sig hvað gerist þegar ríkið er farið að taka þátt í að flytja inn stelpur í stórum stíl til að pirra ekki fótboltaáhugamenn.
Athugasemdir
Óskráður
5.5.2006 kl. 14:13
Eg vill nu bara benda ter a ad heimsækja eithvad af fangabudunum ef tu er i einhverjum vafa um Hitler.
Villi Asgeirsson
5.5.2006 kl. 14:19
Ég er svo sannarlega ekki í vafa um hann. Eins og þú kannski last ekki var að suða yfir því að Hollendingum virðist vera sama. Fólk er ekkert að spá í svona hluti dags daglega enda ekkert hægt að ætlast til þess, en ef að búinn er til dagur til að minnast helfararinnar og hersetunnar er frekar þunnt að gera það á fimm ára fresti.