Því miður er það þó svo að maður er farinn að taka öllum svona fréttum með fyrirvara. Ekki að ég efist um að þetta sé að gerast, að sýrlensk börn séu tekin, brennd með sígarettum, gefið raflost og fleira. Að æsku þeirra sé rænt. Ég efast ekki um að svipaðir hlutir gerist í mörgum löndum, um allan heim. Svona fréttir koma bara svo oft upp vegna þess að vesturlönd vilja fara í stríð við viðkomandi land. Vonum að það sé ekki málið hér.
Þegar yfirvöld standa fyrir morðum og pyntingum, þurfa þau hjálp einstaklinga sem eru tilbúnir til að framkvæma voðaverk sem venjulegt fólk getur ekki ímyndað sér. Þetta gerist yfirleitt í nafni einhvers guðs sem fólk telur gefa sér einhvern rétt til að homa fram við aðra af algerri vanvirðingu því þeir aðhyllast ekki sömu hjátrú. Þetta gerist líka vegna óttans við einhvern leiðtoga. Maður er hlekkur í keðju og þorir ekki að fylgja samviskunni vegna þess að þá eru einhverjir bitlingar teknir af manni, eða að refsingin við að óhlýðnast er samviskunni yfirsterkari. Það er betra að pynta börn, en að eiga það á hættu að lenda á svarta lista yfirvalda. Stundum er það geðveiki sem fær fólk til að pynta og drepa, stundum meðvirkni og stundum ótti.
Bradley Manning á að hafa lekið skjölum sem voru svo birt af Wikileaks. Skjölum sem sýndu að hermenn bandamanna voru ekki alltaf að berjast við vondu kallana fyrir hin góðu öfl. Þau sýndu að hermennirnir okkar, sem við sendum til Íraks, Afganistan og Lýbíu með samþykki okkar, voru kerfisbundið að myrða og pynta óbreytta borgara. Skjölin sýndu að við erum ekki góði kallinn. Við erum nasistarnir sem stilltu fólki upp við vegg og skutum það fyrir minnstu sakir, rómverjarnir sem útrýmdu heilu þorpunum ef þau voru ekki til friðs. Við vorum innrásarherinn og við höguðum okkur þannig. Allt gerðist þetta í okkar nafni, því íslendingar samþykktu þessi stríð.
Hann á að hafa lekið þessum skjölum og var því hnepptur í gæsluvarðhald. Honum var haldið vakandi í 23 tíma á dag, hann fékk ekki að tala við neinn nema lögfræðing, hann fékk enga ábreiðu í pínulitla klefanum. Hann var pyntaður, niðurlægður og brotinn niður andlega. Haldið í þessu ástandi í hálft annað ár án þess að vera ákærður. Pyntaður án dóms og laga.
Bandaríkjamenn hafa reynt að þaga tilvist hans í hel síðan málið kom upp. Fæstir sem ég tala við hafa nokkra hugmynd um hver Bradley Manning er, þaðan af síður af hverju þau ættu að vita af honum. Þegar minnst er á hann í fjölmiðlum, er oft tekið fram að hann sé hommi, eins og til að gera minna úr málinu. Snúa því upp í hálfgert grín, beina umræðunni annað.
Af og til koma svo fréttir sem fá mann til að brosa og trúa á mannkynið.
Í dag tók Hreyfingin stórt skref þegar hún tilnefndi Bradley Manning til friðarverðlauna Nóbels. Hvort hann fái verðlaunin er erfitt að segja, en þetta mun auka umfjöllun um hann í heimspressunni. Fólk mun hugsanlega heyra af honum í fyrsta sinn, skilja af hverju hann hefur verið í haldi án dóms og laga og sjá að heimurinn er ekki endilega eins og okkur er talin trú um. Að við séum ekki endilega góðu kallarnir, að það sé ekki hægt að fara í stríð til að halda friðinn, að ástæðan er ekki að viðhalda mannréttindum og bjarga þjóðum heimsins frá illum einræðisherrum. Að það hangi alltaf eitthvað á spítunni þegar ríki fara í stríð. Kannski að fólk fari að skilja að fyrsta fórnarlamb hverrar styrjaldar er sannleikurinn. Almennir borgara fylgja svo fast á eftir.
Almenningsálitið endaði Víetnam stríðið. Það getur líka endað stíðið við hryðjuverkin ef fólk veit um hvað það snýst. Án þegjandi samkomulags þegnanna, geta ríki ekki farið í stríð. Án hermanna sem tilbúnir eru til að drepa, yrði ansi fámennt á vígvöllunum.
Hreyfingin er lítill flokkur á Íslandi, en í dag hafði hún mikil áhrif á heimsvísu. Hún sýndi að örfáir einstaklingar geta haft mikil áhrif. Að við skiptum öll máli. Ég óska þeim innilega til hamingju.
Athugasemdir af Moggablogginu
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson 15.2.2012 kl. 23:33
Það er búið að okra alla vínmenningu úr Íslendingum með því að hafa brennivínið svo dýrt frá banni að þeir sem á annað borð drukku dímdu ekki öðru en að þamba það vín sem þeir fengu til að ná öllum áhrifunum í einu.
Hatursáróður bindindispostula og þjónkun heimskra stjórnmálamanna við þá hefur gert þjóðina að illdrykkjuþjóð en ég er viss um að þetta yrði fljótlegt að laga með hressilegum verðlækkunum.
Óskráður 8.2.2012 kl. 12:58
Hljómar eins og Kári sé alki nýkominn úr meðferð, hljómar nákvæmlega þannig.
En það er ljóst að áfengi er eitt hættulegasta eiturlyfið/vímuefnið; Hver sá sem segir annað, þarf að láta athuga hvort hann sé alki í afneitun.,. FACT
Óskráður 8.2.2012 kl. 06:49
Rétt hjá þér Villi og ekki gleyma því að nú fyrir jólin afrekuðu forsjárhyggjumenn það að Nói Síríus hætti að láta vínflöskur í konfektkassa til að egna ekki alkahólista eða börn
Óskráður 7.2.2012 kl. 23:08
Hvers vegna éta hvítu rollurnar meira en þær svörtu?
Hvers vegna deyja fleiri af áfengisneyslu en eiturlyfjum?
Af því að þær/þeir eru fleiri í samfélaginu !
Í öll þau ár, sem ég hef verið á Spáni, hef ég aldrei séð áfengi á heimamanni. Þeir sem vitna í Þjóðverja og Hollendinga hafa sömu reynslu. Það er ekkert að áfenginu sem slíku, heldur þurkuðu þorskhausarnir á Íslandi.
Enda segir Kári – eytur á Íslandi- en vitnar ekki í almennt siðmenntaðar þjóðir.
Óskráður 7.2.2012 kl. 21:47
ó ég er bara pirraður og þreyttur á fólki sem telur sig hafa vit fyrir öðrum.
finnst afar erfitt þegar fólk með varla sýnilegt hvolpavit er að skipta sér af annarra manna málum.
og talandi um stjórnmálamenn, þá hef ég ekki meira álit á þeim erlendu en þeim íslensku.
en , jú, það tekur tíma að þróast frá öpum yfir í menn, það er alveg rétt hjá þér.
Óskráður 7.2.2012 kl. 21:31
Sveinn, ég er einfaldlega að benda á að það getur tekið tíma að aðlagast nýjum háttum. Og ef „fræðslan“ og verðpólitíkin gengur út á bannfæringu vonda voðavonda áfengisins, er ekki hægt að búast við miklum framförum í „vínmenningu“ Íslendinga.
Ekki tel ég þörf á erlendum stjórnmálamönnum á Íslandi. Eða kemur árþúsundavínmenningin sjálfkrafa með þeim?
Óskráður 7.2.2012 kl. 21:11
valgeir, ef íslendingar eru svo miklir blábjánar að þeim hreinlega verður að stjórna.
verðum við þá ekki að ráða erlenda stjórnmálamenn? fyrst íslendingar eru svona miklir blábjánar að þeim verður að stjórna?
Óskráður 7.2.2012 kl. 19:04
Sæll Villi, ég ætlaði að vera þér alveg sammála (og er það í raun!), en bendi á móti að Íslendingar kunna ekki með frelsi að fara. Ef frelsið yrði algjört í verzlun með áfengi væri þjóðin blindfull í tíu ár og þunn næstu hundrað árin. Þær þjóðir sem þú vitnar í hafa árþúsundagamlar hefðir í meðferð áfengis.
Meðan aðaláheyrslan í fræðslunni um skaðsemi áfengis er sett á orð eins og „stórhættulegt“, „manndrepandi“ osfrv. er ekki að búast við að ástandið batni. Fólk þorir ekki að smakka á áfengi í miðri viku (nema leynilega kannski), en um helgar er allt í lagi að sturta í sig þar til slökknar á heilanum.
Áfengisvandamál eru auðvitað líka þekkt í Evrópunni. En hér setja þeir þjáðu ekki sig og fjölskylduna sína fjárhagslega á hausinn með sinni fíkn (sem hægt er að vinna á, áður en gjaldþrotið kemur). Verðpólitík ÁTVR/ríkisins verður að skoða uppá nýtt.
Kveðja frá Þýskalandi
Sigurður Þór Guðjónsson 7.2.2012 kl. 17:49
Enginn hvatti til að banna áfengi í Þessari klippmynd, aðeins minnt á nokkrar staðreyndir. Vel að merkja: Veldur áfengi engum skaða í Portugal, Hollandi og Þýskalandi? Og það að geta ekki keypt sér léttvín með matnum af mönnum sem væntalega eru ekki alkar finnst mér reyndar vera algjörir smámunir miðað við þjáningu og skaða sem áfengi sannanlega veldur. En auðvitað eru ekki allir alkar. En það er meira mál menn deyja vegna áfengis heldur en sumir, jafnvel margir, geti haft það huggulegt.
Ásgrímur Hartmannsson 7.2.2012 kl. 17:28
Í Þýskalandi selja þeir Jagermeister á bensínstöðvum. Við afgreiðzlukassann, ofan á tyggjóinu.
Aldrei sá ég ölvaðan mann í Þýskalandi.
Siðmenningin hefur bara ekki borist hingað – og það er hressilega spornað við henni.
Óskráður 7.2.2012 kl. 17:08
Íslensk forræðishyggja er ákaflega furðulegt fyrirbæri. Alltaf verið að bjarga fólki frá því sjálfu.
Óskráður 7.2.2012 kl. 16:04
Mæltu manna heilastur,,,íslendingar eru algjörir molbúar þegar kemur að vínmenningunni og áfengisdrikkju almennt,,ég hef dvalið mikið í suður-ameríku þar sem áfengi er selt allstaðar,,og þar sér aldrey áfengi á nokkrum manni.Að það skuli ekki vera hægt að kaupa sér léttvín með mattnum hvenær sem er t.d. á sunnudegi er náttúrulega bara fáránlegt,við erum ennþá einsog rollur í rétt að hamstra í helv,,ríkinu,og verðið?